fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fókus

Sigursteinn Másson: „Guðs lifandi feginn geðhvörfunum“ – Davíð Oddsson hafnaði tilboði Sigursteins

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 10:00

Sigursteinn Másson, fyrrum fréttamaður, er í opnuviðtali Mannlífs sem kom út í dag. Sigursteinn var aðeins 29 ára að aldri þegar hann var orðinn einn af þekktari fréttamönnum þjóðarinnar. Eftir að ókunnugur maður bankaði upp á hjá honum seint um kvöld ákvað Sigursteinn að fara ofan í saumana á þekktasta sakamáli Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ókunnugi maðurinn sem bankaði upp á var Sævar Ciesielski.

Í viðtalinu ræðir Sigursteinn um rannsókn málsins og nýlegan dóm Hæstaréttar þegar sakborningar í málinu voru sýknaðir eftir að Hæstiréttur féllst á endurupptöku málsins. Sigursteinn ræðir einnig um geðröskunina, sem hefur fylgst honum síðustu 21 ár og lét fyrst á sér bera þegar hann vann að heimildarþáttum um Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Sigursteinn segir að á þessum tíma hafi hann byrjað að missa fótanna og upplifa fyrstu einkenni geðhvarfa. „Ég var sannfærður um að það væri setið um mig og að það væri markmið ákveðinna afla, valdamikilla aðila, að koma í veg fyrir dagskrárgerðina. Ég missti öll raunveruleikatengsl.“

Í kjölfarið var Sigursteinn nauðungarvistaður á geðdeild, en áður hafði hann gert Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra tilboð um að hætta við dagskrárgerðina, ef Davíð myndi borga fyrir hann farmiða úr landi og uppihald. Viðbrögð Davíð voru að spyrja hvort Sigursteinn hefði leitað til læknis.

Geðhvörfin ákveðin blessun

„Við fengum kannski tækifæri til að klára þetta í meiri friði en annars hefði verið,“ segir Sigursteinn, sem segir hann hafa verið afskrifaðan af mörgum vegna veikindanna og telur það ákveðna blessum að hafa veikst á þeim tímapunkti sem hann vann að heimildarþáttunum. Og þó að þessum kafla í sögu Guðmundar- og Geirfinnsmálanna væri lokið með þáttunum, var barátta Sigursteins við geðröskunina rétt að hefjast.

Sigursteinn segir nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni þegar bataferlið hefst. „Eitt af því versta sem gerist hjá fólki þegar það veikist og er tekið úr leik í ssamfélaginu, er að það sé mánuðum eða árum saman án verkefna, án hlutverks og tilgangs. Það er alveg glatað.“

Nýlega lauk hann við bókina Geðveikt með köflum, sem var upphaflega skrifuð sem sjálfshjálparbók fyrir hann sjálfan, en Sigursteinn segist muna mjög vel eftir eftir þeim tíma sem hann var hvað veikastur. „Að hafa geðröskun er ekki veikleiki, þetta er styrkleiki,“ segir Sigursteinn, sem er guðs lifandi feginn geðhvörfunum og vildi ekki án þeirra vera.

Viðtalið við Sigurstein má lesa í heild í Mannlíf sem kom út í dag.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Jón Gnarr var á undan Öldu Karen: Svona losnar þú við sjálfsvígshugsanir – Sjáðu myndbandið

Jón Gnarr var á undan Öldu Karen: Svona losnar þú við sjálfsvígshugsanir – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Voru þetta geimverur á ferð við Ísland? „Ég er handviss um að það sem ég sá kom frá annarri plánetu“

Voru þetta geimverur á ferð við Ísland? „Ég er handviss um að það sem ég sá kom frá annarri plánetu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“