fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fókus

20 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 11:30

Síðasta úthlutun hönnunarsjóðs á árinu fór fram fimmtudaginn 8. nóvember. 108 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 174 milljónir, en hægt er að sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki.

Þetta er fjórða úthlutun á árinu 2018 en sjóðurinn úthlutar 50 milljónum á ári. Að þessu sinni úthlutaði sjóðurinn 19 milljónum til 19 verkefna og 1 milljón í ferðastyrki til 9 aðila.

Athöfnin fór fram í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar Íslands Aðalstræti 2.

Hæsta styrkinn hlaut Helga Lára Halldórsdóttir fyrir verkefnið OBJECTIVE að upphæð 2.5 milljónir. Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttur – HAFSTUDIO hlutu 2 milljónir fyrir verkefnið SKÓLASTÓLL – NÆSTA KYNSLÓРog Magnea Guðmundsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir hlutu 1.5 milljón fyrir verkefnið INNI Í YFIRBORÐINU.

 

Styrki á bilinu 500.000 – 1 milljónir króna hlutu eftirfarandi aðilar:

 • Arkitektar Hjördís & Dennis ehf. fyrir verkefnið Áhrif frá Bretlandseyjum, mannvirki á Íslandi
 • Kristín Sigfríður Garðarsdóttir fyrir verkefnið DUFTKER
 • Magnús Albert Jensson fyrir verkefnið Hönnun bíllaus hverfis fyrir BFS
 • Signý Þórhallsdóttir fyrir verkefnið Morra Sveigur
 • Ýr Jóhannsdóttir fyrir verkefnið Þættir
 • Hörður Lárusson fyrir verkefnið Fáni fyrir nýja þjóð
 • Þórey Björk Halldórsdóttir og Baldur Björnsson fyrir verkefnið +Eilífð – &AM þróar upplifunar vörulínu.
 • Arnar Már Jónsson fyrir verkefnið Arnar Már Jónsson Fatalína
 • Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir fyrir verkefnið Ferill og störf Kristínar Þorkelsdóttur
 • Elísabet V. Ingvarsdóttir og Arndís S. Árnadóttir fyrir verkefnið Hönnun á Íslandi – Ágrip af sögu
 • Erna Bergamann Björnsdóttir fyrir verkefnið Swimslow
 • Harpa Einarsdóttir fyrir verkefnið MYRKA & LAVASTRACT
 • Hlín Reykdal fyrir verkefnið Crown by Hlín Reykdal, markaðssókn
 • Katrín Ólína Pétursdóttir fyrir verkefnið Aska – Rannsókn, aðferðir til framleiðslu Duftkerja úr íslenskri jörð.
 • Kolbrún Sigurðardóttir fyrir verkefnið Tölum um íslenskt keramik
 • Sigríður Heimisdóttir fyrir verkefnið Gler líffæri; líkaminn.

Þeir aðilar sem hlutu ferðastyrki eru eftirfarandi:

 • Arna Arnardóttir
 • Att Arkitektar ehf.
 • Birgir Grímsson
 • Borghildur Indridadottir
 • Dröfn Sigurðardóttir
 • Fatahönnunarfélag Íslands
 • KRADS
 • Maria Th. Ólafsdóttir
 • Valdís Steinarsdóttir (2)

Upplýsingar um hönnunarsjóðs má finna á sjodur.honnunarmidstod.is

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Storytel kynnir til sögunnar fjölskylduáskrift

Storytel kynnir til sögunnar fjölskylduáskrift
Fókus
Í gær

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna
Fókus
Í gær

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018 – Gefur út Crazy

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018 – Gefur út Crazy
Fókus
Í gær

Þórdís Elva flytur magnaðan óð til stúlkna – „Þið eruð framtíðin. Megi eldgosið byrja“

Þórdís Elva flytur magnaðan óð til stúlkna – „Þið eruð framtíðin. Megi eldgosið byrja“