fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Sæborg segist oft koma út úr skápnum: „Ég er rangkynjuð og mér líður ömurlega“

Fókus
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 20:00

„Í hvert skipti sem ég þarf að nota einhverja opinbera þjónustu þar sem kennitalan mín kemur við sögu, þá þarf ég að koma út úr skápnum fyrir fólki sem ég þekki ekkert. Hvort sem það er að sækja lyf í apótekið, koma við í banka, fara til læknis, þá er ég kölluð nafni sem ég samsvara mig ekki með.“

Þetta segir Sæborg Ninja Guðmundsdóttir, transkona, í nýju myndbandi YouTube-rásarinnar My Genderation.

Um er að ræða kvikmyndaverkefni sem einblínir á líf og upplifanir transfólks. Í lýsingu rásarinnar kemur fram að markmið hennar sé að útrýma staðalmyndum, mýtum og misskilningi sem oft er í garð transfólks.

Sæborg segir að henni líði ósýnilegri, að hún sé ekki viðstödd. „Ég er rangkynjuð og mér líður ömurlega. Mér líður eins og ég sé að svara fyrir manneskju sem ég er ekki,“ segir hún.

„Ef ég hefði sjálfsákvörðunarrétt, ef ég gæti sjálf skilgreint mitt eigið kyn án greininga og samþykkis annarra, þá væri ég ekki að glíma við þessa hluti. Þá gæti ég farið í banka og nafn mitt væri lesið upp. Ég fengi ekki kvíðahnút í hvert skipti sem ég þarf að sækja hormónana mína. Þá væri lífið mun léttara.“

Myndbandið í heild sinni má sjá að neðan.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00
Fókus
Í gær

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Í gær

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“
Fókus
Í gær

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu
Fókus
Í gær

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells
Fókus
Í gær

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco
Fókus
Í gær

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið