fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Á móti sól með tónleika og sögustund í Vestmannaeyjum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Á móti sól hefur verið lengi að. Ef allt er talið er sveitin orðin 22 ára, en starfsárin í núverandi mynd, frá því að Magni Ásgeirsson tók við míkrafóninum í lok síðustu aldar, eru orðin 19 og það sér engan veginn fyrir endann á vinskapnum og spilagleðinni. 

Eftir sveitina liggja átta hljómplötur, sumar hafa selst í gull og platínu, aðrar miklu, miklu minna.

Hljómsveitin hefur gert bunka af vinsælum lögum. Fyrstu starfsárin komu smellirnir á færibandi, fyrst dillandi stuðlög á borð við Djöfull er ég flottur, Spenntur, Keyrðu mig heim og Æ mig langar upp á þig og síðar rómantík eins og Hvar sem ég fer, Vertu hjá mér, Ég er til og Allt, svo aðeins nokkur dæmi séu tiltekin.


Síðasta lagið sem Á Móti Sól sendi frá sér kom út sumarið 2016. Það var stórsmellurinn Ég verð að komast aftur heim, sem var eitt mest spilaða lagið það árið.

Á Móti Sól verður í tónleika- og sögugírnum í Alþýðuhúsinu þann 17. nóvember. Hljómsveitin mun leika öll sín vinsælustu lög og segja sögurnar á bak við þau – og einhverjar allt aðrar sögur líka. Til dæmis kemur örugglega eitthvað af góðum sögum af Þjóðhátíð þegar líður á kvöldið.

Húsið opnar kl. 20.30 og hljómsveitin fer á svið kl. 21.00. Strákarnir lofa frábærri stemningu.

Forsala aðgöngumiða á midi.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Í gær

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar