fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lífsblómið – átök um fullveldið

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Alba Sigurðardóttir er gestur Listfræðafélags Íslands í hádegisfyrirlestri félagsins, sem haldinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 12. Sigrún Alba er sýningarstjóri sýningarinnar Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár sem var opnuð í Listasafni Íslands síðastliðið sumar. Hún ætlar í fyrirlestrinum að fjalla sérstaklega um þátt myndlistarinnar í sýningunni. Á eftir fyrirlestrinum verður opnað fyrir almennar umræður.

Sýningin Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár fjallar eins og nafnið gefur til kynna um fullveldi Íslands. Það er í krafti fullveldisins sem við Íslendingar erum þjóð meðal þjóða, að við getum látið að okkur kveða, hvort sem er í mannréttindamálum, í umhverfismálum eða öðrum málum sem tekist er á um á alþjóðavettvangi. Það er í krafti fullveldisins sem við höfum eitthvað að gefa. Á síðustu 100 árum hefur víða verið tekist á um fullveldið og spurningar er varða stöðu Íslands í heiminum. Austurvöllur, Alþingi, fjölmiðlar og listasöfn hafa meðal annars verið vettvangur fyrir þessa umræðu. Í fyrirlestri sínum mun Sigrún Alba Sigurðardóttir, sýningarstjóri Lífsblómsins, beina sjónum sínum að hugmyndaheimi sýningarinnar og ekki síst þætti myndlistarinnar á sýningunni en fjöldi listamanna á verk á sýningunni og má þar nefna Ólöfu Nordal, Ragnar Kjartansson, Ólaf Elíasson, Lindu Vilhjálmsdóttur, Birgi Andrésson, Kristínu Jónsdóttur, Jóhannes Kjarval, Rúrí, Pétur Thomsen, Unnar Örn, Úlf Eldjárn, Steingrím Eyfjörð, Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafns Íslands og Listasafns Íslands.

Sigrún Alba Sigurðardóttir er lektor og starfandi deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Auk kennslu og stjórnunarstarfa við Listaháskólann hefur Sigrún gefið út bækur og fræðigreinar á sviði ljósmyndafræði, arkitektúrs og menningarfræða og starfað með myndlistarmönnum við textagerð af ýmsu tagi. Helstu verkefni hennar sem sýningarhöfundar og sýningarstjóra eru Lífsblómið (Listasafn Íslands 2018), Leiftur á stund hættunar (Listasafn Árnesinga 2009) Þrælkun, þroski, þrá (Þjóðminjasafn Íslands 2009) og Heima-Heiman (Ljósmyndasafn Reykjavíkur 2008).

Haustið 2018 eru hádegisfyrirlestrar Listfræðafélags Íslands helgaðir 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Fyrirlestarnir eru opnir öllum. Aðgangur er ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“