fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fókus

Innflutningspartý, sextugsafmæli og fleiri tímamót í Vatnagörðum 8

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 18:00

Eiríkur Sæland og Kolbeinn sonur hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðyrkjumenn gleðjast hefði getað verið yfirskriftin á skemmtilegu samkvæmi sem fyrirtækið Sælandsgarðar hélt á laugardaginn. Þá fögnuðu Eiríkur Ómar Sæland og fjölskylda hans ýmsum tímamótum: Eiríkur hélt upp á sextugsafmæli, veislan var jafnframt innflutningspartý í nýju húsnæði fyrirtækisins að Vatnagörðum 8, og sonur Eiríks, Kolbeinn Sæland, fagnaði sveinsprófi sínu í skrúðgarðyrkju.

Eiríkur sjálfur er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskólanum og sótti auk þess frekara nám í Noregi í faginu á sínum tíma.

Sælandsgarðar eru garðaþjónusta sem sérhæfir sig í slætti, trjá- og runnaklippingum, trjáfellingum, beðahreinsunum, hellulagningum og fleiru.

Sælandsfjölskyldan er mikil garðyrkjufjölskylda og ýmsir aðrir fjölskyldumeðlimir eru með græna fingur, til dæmis er bróðir Eiríks, Sveinn, í blómarækt og á eina af stærstu garðyrkjustöðvum á Íslandi, Espiflöt.

Einar Bárðason og Sigurjón Sæland.

Notaleg stemning var í Vatnagörðum 8 á laugardaginn. Gestir nutu veitinga og röbbuðu saman, Einar Bárðarson var veislustjóri og skemmtilegar ræður voru fluttar. Myndir sem hér fylgja með fanga stemninguna.

Axel Sæland, Guðni Páll Sæland og Melanie Moore

 

Skúli og Aðalheiður.

 

Einar Bárðason, Ronja Ísabel, Eiríkur Ómar Sæland, Klara Þorbjörg og Yesmine Olsson

 

Jón Júlíus Elíasson og Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistarar.

 

Brynjar og Rannveig
Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óíslensk hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?