fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ertu single? – Örvæntu ekki, hér eru 129 leiðir til að landa manni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímarnir breytast og mennirnir með og það orðatiltæki á svo sannarlega við þegar blaðagrein úr tímaritinu McCall frá 1958 er skoðuð.

Greinin ber yfirskriftina 129 Ways to get a Husband eða eins og það útleggst á ástkæra ylhýra, 129 leiðir til að landa eiginmanni. Það er augljóst að margt hefur breyst á þeim 60 árum sem liðin eru frá því að greinin er skrifuð, bæði í samskiptum kynjanna og hjá hvoru kyni fyrir sig, auk þess sem hjónaband er löngu hætt að vera hlutafélag sem bara karl og kona eru stofnfélagar í.

En rennum nú aðeins yfir greinina og nokkur af atriðunum 129, sum þeirra eru sprenghlægileg og hallærisleg meðan önnur eiga við enn þann dag í dag.

Hvar á að finna karlinn?

Hér eru fyrstu 30 atriðin. Sum eru alveg góð og gild, eins og númer 13: Spurðu menn vinkvenna þinna hvaða álitlegu karlmönnum þeir eru að vinna með (viðbót: eru í vinahópi þeirra). Það er margsannað að pör hafa kynnst í gegnum sameiginlega vini þeirra. Önnur atriði eru bara hreinlega krípí og örvæntingarfull eins og númer 6: Lestu dánartilkynningarnar til að finna álitlega ekkla.

Númer 24: Ekki vera hrædd við að vingast við konur sem eru fallegri en þú, þær gætu misst leifar, er bara sorglegt. Engin kona ætti að láta bjóða sér mann sem aðrar hafa fleygt frá sér sökum framleiðslugalla.

Hvernig áttu að láta karlinn taka eftir þér

Hér skulum við gera ráð fyrir að hann sé ekki blindur eins og Lionel Richie í Hello. Númer 45 er gott og gilt ráð, við (bæði karlar og konur) erum alveg til í að fólk hlægi að bröndurunum okkar.

Hins vegar er alveg óþarfi að skella sér í skuldasúpu samkvæmt númer 43 til að tæla hann með sportbíl, ef hann kann vel við þig, þá er honum sama hvort þú ferðast um á bíl eða reiðhjóli.

Hvernig áttu að líta vel út fyrir hann?

Þennan kafla má strika yfir í heild sinni, því hver kona hefur sig til eins og henni hentar, en ekki fyrir aðra. Svo er hann hvort eð er ekki alltaf pressaður og puntaður. Almenn snyrtimennska og mannasiðir eiga samt alltaf við, 1958, 2018 og eftir önnur 50 ár. Lærðu að hrósa og ekki síður, að taka á móti hrósi (númer 54 fellur þar undir, allir eru líka myndarlegir á sinn hátt).

Númer 67: Ef hann gefur þér skart eða flík, berðu það. Þetta á alveg klárlega við enn í dag, ef þú kannt að meta gjöf frá honum notaðu hana. Ef ekki segðu honum það, skilaðu henni og keyptu eitthvað sem þú munt nota.

Hvernig þú átt að landa honum

Mörg atriði snúast um að sjarmera aðra en hann (númer 77: vini hans, númer 78 og 79: mömmu hans, númer 80: pabba hans, númer 81: systur hans, líklega mun þetta allt hafa þau áhrif að þau hrífast af þér og tala fallega um þig þegar hann er viðstaddur), best er þó að verja sem mestum tíma í að sjarmera hann sjálfan.

Númer 85: Ekki segja honum allt um þig í upphafi. Þetta er alveg gott og gilt í dag, það er alveg óþarfi að segja einhverjum ævisöguna við upphaf kynna, það er miklu skemmtilegra að kynnast jafnt og þétt, svona svipað eins og að skræla lauk, eitt lag í einu.

Númer 89: Ekki slúðra um hann, á alltaf við, sama hvaða ár er.

Númer 96: Vertu sveigjanleg. Ef hann vill sleppa djamminu og fara út á vatn að róa frekar, drífðu þig með, jafnvel þó þú sért í sparigallanum. Þetta á alveg við í dag er það ekki, þó að fáir séu í að smella sér í árabót út á Faxaflóa, en þið vitið: spariklædd fyrir ball/djamm, en hann vill frekar fara í bíó.

Trylltar hugmyndir – Hér má allt flakka

Númer 112: Farðu í Yale, sem á Íslandi væri líklega Háskóli Íslands, það hefur aldrei verið hallærislegt að mennta sig, gerum það ef við viljum, en ekki (eingöngu) til að kynnast manni.

Númer 113: Ef mamma þín er feit, segðu honum að þú líkist pabba þínum. Ef hann er feitur líka, segðu honum þá að þú sért ættleidd. Hmmmmm…..fituskömm er hugtak sem kom til eftir 1958, en ég er fullviss um að karlmenn hrífast ekki allir af konum sem eru grannar, frekar en konur hrífast allar af sama manninum. Ef svo væri þá væru líklega Adam og Eva bara enn þá ein að tríta sig í Paradís.

Númer 124: Seldu hárkollur, það er auðvelt að næla í sköllótta menn. Ok…..

Númer 128: Láttu alla í vinnunni vita að þú átt saumabox og getir saumað tölur í skyrtur þeirra einhleypu. Hjálpsemi við vinnufélaga er ávallt góð og gild og það sakar aldrei að kunna einföldustu saumastörf. Kenndu strákunum í vinnunni að græja þetta sjálfir (ef þeir kunna það ekki þegar).

Númer 219: Ekki giftast honum ef hann er með of margar lausar tölur! Væri það ekki frekar ef þær væru allar fastar, sem myndi benda til að margar konur hefðu aðstoðað hann áður? Hér má hins vegar færa tölur yfir á skrúfur. Ekki giftast neinum ef það hringlar allt í hausnum.

Að lokum, þessi grein og sérstaklega lausleg þýðing á henni er til gamans gerð og ber alls ekki að taka hávísindalega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki