fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Víti í Vestmannaeyjum vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum vann á föstudag til verðlauna á Chicago International Children’s Film Festival. Myndin keppti í flokki kvikmynda í fullri lengd og hlaut verðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar.

Verðlaunin eru mikill gæðastimpill en hátíðin er stærsta og elsta kvikmyndahátíð ætluð börnum í Norður Ameríku. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun kvikmyndarinnar en hún hefur keppt á hátíðum um allan heim.


Víti í Vestmannaeyjum sló í gegn í bíóhúsum landsins fyrr á þessu ári en yfir 35 þúsund manns sáu hana í bíó. Víti í Vestmannaeyjum: Sagan Öll sjónvarpsþættir hafa verið á dagskrá RÚV í vetur.

Víti í Vestmannaeyjum byggir á samnefndri metsölubók Gunnars Helgasonar og fjallar um hinn tíu ára gamla Jón sem fer ásamt liðsfélögum sínum í fótboltaliðinu Fálkum í þriggja daga keppnisferð á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Leikstjóri myndarinnar er Bragi Þór Hinriksson en Sagafilm sá um framleiðslu.

Víti í Vestmannaeyjum heitir The Falcons á ensku en hér má finna meira um verðlaunin og Chicago International Children’s Film Festival.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur