fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Barátta Ingólfs gegn kvíða og þunglyndi umfjöllunarefni í bandarískum sjónvarpsþætti

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga knattspyrnumannsins Ingólfs Sigurðssonar verður umfjöllunarefnið í öðrum þætti í þriðju seríu af bandarísku heimildaþáttaseríunni Religion of Sports. Þátturinn verður sýndur í nóvember og kemur á Netflix á næsta ári. Einn framleiðanda þáttanna er Tom Brady, leikstjórnandi bandaríska ruðningsliðsins New England Patriots.

Umfjöllunarefni þáttanna er íþróttir og fólkið sem þær stundar, fylgst er með íþróttafólkinu og hvernig íþróttir sameina fólk.

Ingólfur hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir að ræða á opinskáan hátt um baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi og hvernig veikindin höfðu áhrif á atvinnumannaferil hans, en Ingólfur fór ungur að aldri til hollenska félagsins SC Heerenveen.

Í samtali við Fréttablaðið segir Ingólfur að framleiðendur þáttanna hafi verið mjög áhugasamir um að segja sögu hans.

„Þeir tóku upp mörg viðtöl við mig og upplifun mína af því að vera upprennandi knattspyrnumaður og vera í atvinnumennsku og upplifunina af því að fá svo allt í einu allt annað verkefni í hendurnar, það er að segja að glíma við geðsjúkdóm.“

Upptökur fóru fram í sumar á Íslandi og vildu tökumenn kynnast þeim stöðum sem tengjast Ingólfi og hans sögu. „Þeir í raun vildu bara kynnast mér. “

Saga Ingólfs um baráttu hans við kvíða og þunglyndi er fyrirferðarmikil í þættinum, enda segir Ingólfur ekki algengt að íþróttamenn tali opinskátt um slík mál. Segir hann að framleiðendur geti ekki beðið eftir að sýna þáttinn, sem hann segir nokkuð stærri í umfangi en hann hafi búist við í fyrstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart