fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Sjáðu hvað útlendingum finnst um íslenskt rapp

Fókus
Þriðjudaginn 9. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska rappið hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin misseri og hafa fjölmargir ungir og efnilegir tónlistarmenn verið að gera góða hluti í senunni. En hvað finnst útlendingum um íslenska rappið?

Shadey Bangs er með býsna vinsæla YouTube-síðu, en áskrifendur síðunnar eru 111 þúsund talsins. Þá er hún með rúmlega sautján þúsund fylgendur á Instagram.

Shadey og kollegi birtu í gær ansi skemmtilegt myndband þar sem þau hlusta á íslenska rapptónlist og bera hana saman við rapptónlist frá Svíþjóð og Þýskalandi. Um er að ræða til dæmis lög eftir Aron Can, JóaPé og Króla, Flóna og Emmsjé Gauta.

Fyrst hlusta þau á lagið Fullir vasar með Aroni Can. Bæði virðast nokkuð hrifin af laginu og gefa því einkunnina 8. Næst er röðin komin að laginu Sósa með JóaPé og Króla. Lagið fær einkunnirnar 7 og 8. Þriðja lagið sem þau taka fyrir er lagið OMG með Flóna, Birni og Joey Christ. Lagið fær einkunnirnar 6 og 7. Tvö síðustu lögin, Þetta má með Emmsjé Gauta, og Ungir Strákar (Deep Mix) með Flóna frá svo einkunnirnar 8 og 9.

Það er skemmst frá því að segja að íslensku rappararnir hafa betur gegn kollegum sínum frá Svíþjóð og Þýskalandi. Meðaleinkunn íslensku laganna er 7,8 en 4,8 hjá Svíþjóð og 7,3 hjá Þýskalandi.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan:

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Í gær

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði