fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Fókus

Sigga Eyrún og Kalli eiga von á dóttur

Fókus
Þriðjudaginn 9. október 2018 10:36

Karl og Sigga Eyrún.

Tónelska parið Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson eiga von á stúlkubarni í febrúar á næsta ári. Þetta tilkynnti söngkonan á Facebook-síðu sinni í dag.

Sigríður Eyrún, eða Sigga Eyrún, og Karl hafa verið saman í rúm fimm ár og hafa notið mikillar velgengni í tónlistinni. Voru þau til dæmis hársbreidd frá því að fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2014 með lagið Lífið kviknar á ný sem þau sömdu saman.

Þjóðin fylgdist agndofa með Kastljóss viðtali við parið í lok ágúst árið 2016 þar sem þau fóru yfir fæðingu sonar síns, Nóa Hrafns, árið 2015. Hann lést skömmu eftir fæðingu vegna mistaka starfsfólks. Þóttu Sigga Eyrún og Karl takast á aðdáunarverðan hátt við erfiðleikana – þrautagöngu sem engum er óskandi í þessu lífi.

Nú á parið, eins og fyrr segir, von á sínu öðru barni saman og óskar Fókus þeim innilega til hamingju með litla gleðigjafann.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Föstudagslaganna – „Grýla móðir mín hún er mannæta“

Jólalag Föstudagslaganna – „Grýla móðir mín hún er mannæta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klausturtríóið frumflutti Stólahljóð á Klaustur Bar

Klausturtríóið frumflutti Stólahljóð á Klaustur Bar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hin stórkostlega frú Maisel snýr aftur

Hin stórkostlega frú Maisel snýr aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listakonan Magga gefur listaverk til styrktar góðum málefnum

Listakonan Magga gefur listaverk til styrktar góðum málefnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Game of Thrones – Sjáðu fyrstu kitluna úr næstu þáttaröð

Game of Thrones – Sjáðu fyrstu kitluna úr næstu þáttaröð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla Alexandra keppir í Miss World – Atkvæði þitt skiptir máli

Erla Alexandra keppir í Miss World – Atkvæði þitt skiptir máli