fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Leikkona lýsir ofbeldi þekkts Hollywood-leikara

Fókus
Þriðjudaginn 9. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Busy Philipps, sem meðal annars lék í þáttunum vinsælu Freaks and Geeks, sakar þekktan meðleikara sinn úr þáttunum um ofbeldi.

Leikarinn sem um ræðir er James Franco sem hefur verið í hópi vinsælustu leikara Hollywood undanfarin ár. Þá hefur hann einnig leikstýrt myndum með góðum árangri. Franco lék með Philipps í þáttunum á sínum tíma en umrætt atvik átti sér stað árið 1999 meðan tökur stóðu yfir.

Í sjálfsævisögu sinni, This Will Only Hurt a Little, segir Philipps frá atvikinu. Hún segir að karakter hennar í þáttunum hafi átt að gefa karakter Franco olnbogaskot í bringuna í einu atriðinu. Franco var eitthvað illa fyrir kallaður og brást hinn versti við þegar hún gaf honum olnbogaskotið.

„Hann greip í hendurnar á mér og öskraði í andlitið á mér: „ALDREI SNERTA MIG AFTUR“. Svo fleygði hann mér í gólfið. Ég lenti á bakinu og missti andann,“ segir hún.

Hún segir að margir hafi orðið vitni að atvikinu og orðið undrandi á hegðun leikarans. Hún segir að Franco hafi beðið hana afsökunar daginn eftir, eftir að hafa skipun frá framleiðendum þáttanna. Honum hafi þó ekki verið refsað með neinum hætti.

Franco hefur verið til umræðu í kjölfar #metoo-byltingarinnar og hafa fimm konur stígið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fókus
Í gær

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“
Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“