fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Helga: „Ég er búin að ákveða að gera það sem mig langar án þess að spá í krabbameinið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 11:00

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil gera það besta sem ég get úr framtíðinni og mér finnst ég hafa átt gott líf. Ég er líka mjög þakklát fyrir að fá fleiri daga til að geta gert fallega og góða hluti úr lífinu,“ segir Helga Hafsteinsdóttir, en hún greindist með brjóstakrabbamein í janúar 2017 og fór í kjölfarið í brjóstnám, lyfjameðferð og geislameðferð. Helga er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Missti föður sinn þegar hún var að hefja lyfjameðferð

„Ég missti pabba minn þegar ég var rétt að byrja í lyfjameðferð og þá hafði ég mestar áhyggjur af því að missa hárið fyrir jarðarförina hans. Ég vildi ekki taka athyglina frá honum og skammaðist mín fyrir veikindin. En það slapp og ég gat haldið jarðarförina með reisn.“

Þakkar dætrum og aðstandendum fyrir stuðning þeirra

Yngri dóttir Helgu býr hjá henni og segir Helga hana líta til sín á hverju kvöldi. Eldri dóttir hennar býr í Brussel og fékk álit sérfræðilæknis þar sem staðfesti að meðferðin sem Helga fær hér á landi sé sú sama og hún fengi úti. Hann bíður nú eftir að fá myndir til að meta hvort hún eigi möguleika á að fara í ónæmismeðferð sem ekki er komin til Íslands. Þá meðferð þyrfti hún að borga sjálf, en kostnaðurinn hleypur á milljónum.

„Ég er svo endalaust þakklát fyrir fjölskylduna mína og vini sem eru eins og herdeild í kringum mig. Og þó ég hafi ekki maka mér við hlið í þessum veikindum, þá hefur mér aldrei fundist ég vera ein. Dætur mínar, systur, mamma og vinir eru dugleg að aðstoða mig og það gefur mér auka kraft. Ég er sem betur fer með gott lundarfar og bjartsýn að eðlisfari og get ekki hugsað mér að eyða dýrmætum tíma í leiðindi ef maður á stutt eftir. Ég leyfi mér auðvitað að fara aðeins í sorgina, við eigum fullan rétt á því, en ég passa að dvelja þar ekki of lengi því lífið hefur upp á fullt af skemmtilegum hlutum að bjóða.“

Helga hvetur fólk til að bíða ekki með að framkvæma þá hluti sem það langar til. „Dagurinn í dag er það sem skiptir máli og ef þig langar að gera eitthvað skaltu ekki bíða með það. Ég er alla vega búin að ákveða að gera það sem mig langar án þess að spá í sjúkdóminn því það væri svipað og að vera með boðflennu heima hjá sér og vera alltaf að bíða eftir að hún fari, en fara samt að bjóða henni meira kaffi fyrir kurteisissakir og sitja svo uppi með hana.

„Ég vil gera það besta sem ég get úr framtíðinni og mér finnst ég hafa átt gott líf. Ég er líka mjög þakklát fyrir að fá fleiri daga til að geta gert fallega og góða hluti úr lífinu.

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Helgu í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig