fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fókus

Friends endaði næstum ári fyrr og með allt öðrum endi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 11:30

Þegar Friends þáttunum lauk, þá leit út fyrir að öllu hefði verið pakkað saman, slétt og fellt, með góðri slaufu.

Monika og Chandler áttu tvíbura, Rachel komst úr vélinni til að hitta Ross, Joey fékk önd og andarunga.

En nú er komið í ljós að The Last One varð næstum ekki að veruleika og Friends hefði getað endað á allt annan hátt.

Kevin S Bright framleiðandi þáttanna sagði í viðtali að níunda þáttaröðin hefði upphaflega átt að verða sú síðasta. En þar sem var enn möguleiki á þeirri tíundu þá voru handritshöfundar með ritstíflu og gátu ekki komið með fullkominn endir á þættina.

Við byrjuðum þáttaröð níu með því hugarfari að hún yrði sú síðasta. Og við vorum tilbúin að hætta þá. En á síðustu stundu breyttust hlutirnir og þáttaröð tíu var ákveðin. Í þeirri níundu vorum við hálffrosin. Við vissum ekki hvað við áttum að gera, af því að við vissum ekki hvernig þetta myndi enda.

Endirinn á níundu þáttaröð, sem var í tveimur hlutum, sagði frá þegar vinirnir fóru til Barbados og Joey og Rachel kysstust.

Sem þýðir að aðdáendur hefðu misst af miklu hefði tíunda þáttaröðin ekki orðið að veruleika. Phoebe og Mike hefðu ekki gifst, Ross og Rachel hefðu ekki sameinast og Monika og Chandler ekki orðið foreldrar.

Og við hefðum misst af síðustu senunni í íbúð Moniku og Rachel.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Áskorun Bigga löggu – „Bónus er heppið að hafa Sigga og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum“

Áskorun Bigga löggu – „Bónus er heppið að hafa Sigga og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“
Fókus
Í gær

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Taktu snögga heimaæfingu

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Taktu snögga heimaæfingu
Fókus
Í gær

Mosi: Ný plata og útgáfutónleikar

Mosi: Ný plata og útgáfutónleikar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – „Sýndu þakklæti og hrósaðu öðrum“

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – „Sýndu þakklæti og hrósaðu öðrum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Slökkviliðsmenn fækka fötum enn á ný til að fjármagna Heimsleika

Slökkviliðsmenn fækka fötum enn á ný til að fjármagna Heimsleika