fbpx
Fókus

Björk keppir í belgíska Dancing With the Stars – „Við ætlum að rústa þessari keppni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 09:00

Íslendingar munu eiga fulltrúa í belgískri útgáfu sjónvarpsþáttanna Dancing With The Stars sem hefja göngu sína um miðjan október á flæmsku sjónvarpsstöðinni VIER.

Björk Gunnarsdóttir, hefur starfað sem dansari í Hollandi og Belgíu um árabil, en hún hefur verið búsett í Holllandi frá 16 ára aldri og býr í Amsterdam. Meðdansari hennar verður James Cooke, sem er einn vinsælasti sjónvarpsmaður Belga, en hann stýrir sjallþættinum Gert Late Night sem er á dagskrá sex kvöld í viku.

Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er Björk með BA gráðu í dansi og hefur starfað við fagið frá námi loknu. Henni hefur vegnað vel á þessum vettvangi og komið að mörgum stórum verkefnum í Evrópu, Dubai, Brasilíu og víðar. Björk hefur einnig fengist við uppsetningu á sýningum og samið eigin dansverk.

Sýnishorn (showreel) af dansi Bjarkar má sjá hér.

Fylgjast má með Björk á Instagram.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Vinkonuhópur klæðir sig í mismunandi gervi sama leikara á hrekkjavöku – Útkoman er frábær!

Vinkonuhópur klæðir sig í mismunandi gervi sama leikara á hrekkjavöku – Útkoman er frábær!
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða

Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða
Fókus
Í gær

Kvikmyndir Baltasars sem hafa aldrei orðið að veruleika

Kvikmyndir Baltasars sem hafa aldrei orðið að veruleika
Fókus
Í gær

A Star is Born er efnisþunnur Óskarssegull: Glæsileg Gaga, lala handrit

A Star is Born er efnisþunnur Óskarssegull: Glæsileg Gaga, lala handrit