fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Glódís Edda og Sindri Freyr í úrslitum á Ítalíu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. október 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fór fram European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu. Ítalska frjálsíþróttasambandið bauð stúlku og dreng frá hverju Evrópulandi á mótið til að taka þátt í sprettviðburði U16 til þess að vekja athygli á því að EM U18 mun fara fram í Rieti árið 2020.

Sindri Freyr Seim Sigurðsson og Glódís Edda Þuríðardóttir kepptu fyrir hönd Íslands í 80 metra spretthlaupi. Í gær fóru fram undanrásir þar sem þau náðu bæði góðum árangri og komust áfram í úrslit. Sindri Freyr hljóp á 9,74 sekúndum í 0,9 m/s mótvind. Það er persónuleg bæting hjá Sindra Frey og þriðji besti tími 15 ára drengs frá upphafi. Glódís Edda hljóp á 10,51 sekúndum í 1,0 m/s mótvind sem er góður árangur og sjötti besti árangur 15 ára stúlku, en Glódís Edda á nú þegar annan besta árangur á afrekaskrá.

Í morgun fór úrslitahlaupið fram. Glódís Edda hljóp á tímanum 10,64 sekúndum í -0,6 m/s mótvind og Sindri Freyr hljóp á 9,72 sekúndum í 1,1 m/s mótvind. Það var persónuleg bæting hjá Sindra Frey og annar besti árangur 15 ára drengs frá upphafi. Bæði urðu þau í 16. sæti af 25 keppendum sem er mjög góður árangur.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Í gær

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“