fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bradley Cooper fagnar frumsýningu með kaupum á húsi á Manhattan

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og leikstjórinn Bradley Cooper hélt upp á frumsýningu myndar sinnar A Star Is Born með því að kaupa einbýli á Manhattan fyrir 13,5 milljón dollara. Húsið er í West Village og ætti að fara vel um Cooper og fjölskyldu hans þar.

Húsið sem er 372 fm2 á fimm hæðum er með 4 svefnherbergjum (hægt að fjölga í sex) og 4,5 baðherbergjum (við skiljum ekki þetta hálfa, en svona er þetta auglýst).

Húsið mun ekki hafa verið skráð á sölu, en var auglýst til leigu í fyrra á 50 þúsund dollara á mánuði.

Húsið er stórglæsilegt, hátt er til lofts, hiti í gólfum, ljós eru sérhönnuð, hljóðkerfi er um allt húsið og öllu í húsinu má stjórna með sjálfvirku kerfi í gegnum iPad.

Efsta hæðin er hjónaberbergið, þar sem er hátt til lofts, arinn, þakgluggi og fataherbergi sem gengið er inn í á tveimur stöðum.

Húsinu fylgir 100 fm2 garður með palli og grilleiningu.

Í kjallaranum er 100 fm2 vínkjallari, þvottaherbergi, snyrtiherbergi og síðast en ekki síst kvikmyndaherbergu með 65 tommu sjónvarpi.

Cooper á einnig tvær fasteignir í Los Angeles sem hann er búinn að eiga í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar