fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Spíra mánaðarins er Karja – „Skemmtilegt að gefa út persónuleg ljóð sem fólk tengir við“

Babl.is
Laugardaginn 6. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spíra mánaðarina á Babl.is er Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir eða Karja,en næsta þriðjudag kemur önnur ljóðabók hennar út. Sú bók ber titilinn m.b.kv. (og fyrirfram þökk). Fyrsta bók Körju, a.m.k. (ég hata þetta orðasamband, fjallaði um menntaskólaár hennar og tilfinningaúrvinnslu vegna fyrstu sambandsslitanna sem Karja lenti í þegar hún byrjaði í Verzló.

,,Nýja bókin er með svipað þema og fyrsta bókin en er samt sjálfstætt framhald. Þessi bók er aðeins styttri en fyrri bókin enda er stutt síðan hún kom út. M.b.kv. (og fyrirfram þökk) fjallar um ferli mitt frá því að ég lenti í öðrum sambandsslitum síðasta vor, hvernig ég kom mér í gegnum þau og enduruppgötvaði sjálfa mig. Báðar bækurnar eru í raun dagbækur mínar í ljóðaformi.”

Karja segir að hún hafi verið ögn smeyk við að gefa út eitthvað jafn persónulegt og ljóðin sín. ,,Ég var sérstaklega smeyk þegar ég gaf út fyrstu bókina, en það er vegna þess að þegar ég var að skrifa ljóðin í henni þá hafði ég ekkert hugsað mér að gefa þau út. Þau voru skrifuð í einhverju tilfinningaflóði og eru þess vegna aðeins persónulegri, því ég var bara að vinna úr tilfinningunum mínum þegar þau urðu til.” Karja ákvað ekki að gefa ljóðin út fyrr en kom að því að hún þurfti að skila lokaverkefni í Verzló.

,,Ég ætlaði hinsvegar alltaf að gefa út ljóðin sem eru í nýju bókinni.”

Mælir með ljóðum sem útrás fyrir erfiðar tilfinningar

Karja mælir með að nota ljóð sem útrás fyrir erfiðar tilfinningar. ,,Það er ótrúlega losandi að geta komið hlutunum svona frá sér. Það er mjög mikil ,,þerapía“ í því. Það sem er líka skemmtilegt við það að gefa út svona rosalega persónuleg ljóð sem koma í þessu mikla tilfinningaflæði, er að fólk tengir við ljóðin. Langflestir hafa lent í að missa vin, lent í ástarsorg eða bara verið reiðir út í heiminn. Það er gaman að geta gefið út eitthvað einlægt og séð að fólk tengir við það.”

Vonast til að lesendahópurinn verði fjölbreyttari

Viðtökurnar við fyrstu bók Körju voru einmitt mjög góðar, en bækurnar sem voru samtals 80 seldust allar upp. ,,Þá var ég bara að prenta þetta sjálf út og skutlast með bækurnar um höfuðborgarsvæðið. Það var aðallega fólk sem ég þekkti eða kannaðist við sem keyptu bækurnar.”

Nú sér Post-dreifing um prentun og dreifingu bókarinnar, en Post-dreifing er útgáfukollektíva sem var nýlega stofnuð af hópi af ungu fólki. Þar sem Karja verður í þetta sinn ekki ein að auglýsa og dreifa bókinni, vonast hún til þess að lesendahópurinn verði fjölbreyttari, ekki bara vinir og kunningjar.

Reyndar er m.b.kv. (með fyrirfram þökk) ekki eina bókin sem Karja gefur út á þriðjudaginn. ,,Sama dag koma út Hækur (japanskt ljóðform) í ABBA þema. Það verður bara lítil vasabók sem verður prentuð í 20 eintökum.”

Formið á ljóðunum í stærri bókinni er svo allskonar. ,,Sum ljóð eru kannski bara einar eða tvær málsgreinar á meðan önnur eru nokkur stutt erindi. Svo finnst mér mjög gaman að vinna með endurtekningar í ljóðunum mínum, en mörg þeirra byrja á sömu setningunni en halda samt flæðinu.”

Áhuginn á ljóðagerð kviknaði um 9 ára aldur

Áhuginn fyrir ljóðagerð kviknaði einmitt þegar Karja var að læra um bragarhætti í grunnskóla. ,,Ég var eitthvað í kringum níu ára gömul. Við vorum að læra ljóðlist og ég fór að fikta við að semja ljóð sjálf. Allgjör barnaljóð fyrst náttúrulega en ég prófaði mig bara áfram. Síðan datt ég aðeins út úr því að semja ljóð. Ég fór ekki að semja aftur fyrr en ég lenti í fyrstu sambandsslitunum mínum og þurfti að fá útrás fyrir tilfinningar mínar. Ljóðformið hentaði mér einfaldlega best til þess.”

Það verður að koma í ljós hvort Karja gefi út aðra ljóðabók en hún segir að það sé ekki spurning að hún muni halda áfram að semja ljóð. ,,Það er bara svo ótrúlega skemmtilegt að geta komið einhverju frá sér á listrænan hátt.”

Næstkomandi þriðjudag, 9. október verður útgáfuhóf m.b.kv. (með fyrirfram þökk) haldið. Nokkur skáld munu koma og lesa úr sínum ljóðum ásamt Körju. ,,Ég fann skáld í kringum mig sem hafa verið að skrifa og hafa ekki enn lesið upp eigin ljóð fyrir framan áheyrendur, en hefðu kannski áhuga á að koma fram á litlu ,,platformi“ í öruggu umhverfi.” Eydís Kvaran sem myndskreytti kápuna á bókinni mun vera með myndir til sölu. ,,Ég vildi hafa þetta opið fyrir aðra listamenn líka, til að koma þeim á framfæri.”

Nánari upplýsingar um útgáfuhófið má finna hér, og hægt er að panta eintak af bókinni hér.

Greinin birtist á Babl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana