fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Rödd Ólafs Darra eftirsótt erlendis

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 6. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn bætist í sarpinn hjá íslenska stórleikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Nýverið var frumsýnd teiknimyndasería á streymiþjónustunni Netflix þar sem heyrist dátt í rödd íslenska leikarans.

Þættirnir bera heitið Hilda og eru byggðir á vinsælli barnabókaseríu eftir Luke Pearson. Þeir segja frá samnefndri stúlku sem ferðast til ævintýraheimsins Trolberg. Um er að ræða þar veröld sem einkennist af furðuverum á borð við risa og álfa. Á ferðum sínum kynnist Hilda nýjum en dularfullum vinum, sem margir hverjir eru enn hættulegri en halda mætti við fyrstu sýn. Þættirnir hófu göngu sína á streymiveitunni í síðari hluta septembermánaðar og eru þrettán talsins, en Ólafur ljáir rödd sína í hverjum þætti.

Úr Netflix-seríunni Hilda.

Eins og glöggir vita hefur Ólafur Darri ekki verið óvanur talsetningum og hefur djúpa rödd hans ómað um ófáar barna- og fjölskyldumyndir í gegnum áraraðirnar. Hins vegar hefur hann ekki verið áður ráðinn í talsetningu án þess að það sé á móðurmálinu fyrr en síðustu misseri. Því er öruggt að segja að leikarinn sé heldur betur kominn á ratsjá heimsvísunnar og má væntanlega búast við meiru frá honum.

Einnig má geta þess að Ólafur leikur fígúruna Ragnar the Rock í framhaldsmyndinni How to Train Your Dragon: The Hidden World. Í íslensku talsetningum fyrri mynda seríunnar fór hann með hlutverk persónunnar Stoick, föður aðalhetjunnar sem var talsettur af Gerard Butler á frummálinu. Sú mynd er væntanleg í kringum næstu páska.

Nýlega lauk Ólafur tökum á kvikmyndinni Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum og má búast við honum í stóru hlutverki í spennuþáttunum NOS4A2. Sú þáttaröð er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Joe Hill, betur þekktur sem sonur hryllingsmeistarans Stephen King. Þar verður Ólafur í hlutverki hrottalegs manns að nafni Bing Partridge, sem aðdáendur bókanna ættu hispurslaust að kannast við.

Eins og ekki séu járnin nógu mörg í eldinum verður leikarinn jafnframt áberandi í þáttaröðinni The Widow, sem Amazon framleiðir og skartar stórleikkonunni Kate Beckinsale. Óvíst er enn hvenær þeir verða frumsýndir.

Leikkonan Kate Beckinsale fer með aðalhlutverkið í The Widow, en þau Ólafur Darri eiga það bæði sameiginlegt að hafa unnið með Adam Sandler.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart