fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Pétur gerði heimildarmynd um Hrunið – „Ég upplifði að þjóðarstoltið var sært, skömm og samkennd“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég grét á þessum degi sem spilaborgin féll,“ segir Pétur Einarsson leikstjóri og handritshöfundur heimildarmyndarinnar Ránsfengur, sem frumsýnd var 2016 og fjallar um íslenska bankahrunið 2008.

Myndin segir frá því hvernig hrun bankanna hefur áhrif á venjulegan Íslending, Þorstein Theodórsson sem missti fyrirtæki sitt og nánast lífið í kjölfar hrunsins 2008, en með hjálp dóttur sinnar fór hann í mál við bankana.

Pétur Einarsson.

Fyrir hrunið veitti Pétur meðal annars útibúi Glitnis í Lundúnum forstöðu. Hann varð svo seinna forstjóri Straums 2011 til 2013. Hann rifjar upp dagana sem íslenskt bankakerfi var að fara á hliðina.

Ég hætti hjá bankanum fyrir hrun og gleymi aldrei þessum degi. Ég var heima hjá mér í London og var áskrifandi að Financial Times. Það kom inn um lúguna hjá mér á hverjum degi klukkan sex á morgnana. Og á hverjum degi var Ísland á forsíðunni í hræðilegum fréttum. Ég grét á þessum degi sem spilaborgin féll. Þetta var sá heimur sem maður hafði unnið í, þarna voru allir vinir mínir og kunningjar. Ég upplifði að þjóðarstoltið var sært, skömm og samkennd.

Mér fannst þetta mjög erfitt. Ég man að konan mín þáverandi, hún hafði aldrei séð mig gráta áður. Þetta fékk svolítið á hana. Að ég skyldi gráta af því að bankar færu á hausinn. En ég var að gráta vegna þeirrar stöðu sem þjóðin var komin í. Það hvarflaði aldrei að mér þá að við værum að tapa peningum. Maður var ekki að hugsa um það á þessari stundu. Það kom seinna,“ segir Pétur frá í samtali við Vísi árið 2016.

Ránsfengur fjallar um ofvöxt bankakerfisins, fjármálahrunið og vogunarsjóði sem höfðu veðjað á hrunið. Vogunarsjóðir eignuðust nánast allt bankakerfið fyrir 1% af nafnvirði krafnanna og eignuðust þar með stóran hluta Íslands. Inn í söguna fléttast saga Þorsteins og dóttur hans,  Theodóru. Í myndinni segja þau frá sárri reynslu sinni af áföllum, vonleysi og ótta en líka von, þrautseigju og loks sigri.

Þorsteinn og Theodóra dóttir hans.

Saga Þorsteins er átakanleg. Á skömmum tíma missti hann lífsviðurværi sitt í kjölfar hruns fjármálakerfisins. Á sama tíma veiktist kona hans og móðir Theodóru af illvígum sjúkdómi sem dró hana til dauða á örfáum mánuðum. Harkaleg innheimta gjaldeyrislána, sem bankarnir fyrir hrun buðu rekstraraðilum en voru síðar dæmd ólögleg, bættu ekki úr skák og andlegri og líkamlegri heilsu Þorsteins hrakaði hratt.

Þorsteinn lést 15. apríl síðastliðinn, 79 ára að aldri.

Myndin var tilnefnd til Edduverðlauna í flokki heimildarmynda árið 2017.
Framleiðandi er af P/E Productions.
Sögumaður er Ólafur Darri Ólafsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar