fbpx
Föstudagur 22.febrúar 2019
Fókus

Griðastaður hlaut lof sem útskriftarverkefni LHÍ – „Allir deyja mamma. Allir deyja“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einleikurinn Griðastaður eftir Matthías Tryggva Haraldsson um undurfurðulegt og þversagnakennt litróf hversdagsleikans verður frumsýndur í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Jörundur Ragnarsson fer með eina aðalhlutverkið. Verkið er sett upp í samstarfi við Tjarnarbíó. Griðastaður hlaut mikið lof í vor sem eitt eftirminnilegasta útskriftarverkefnið frá Listaháskóla Íslands. 

 „Allir deyja, mamma. Allir deyja.“

Griðastaður fjallar um dauðleikann, fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy-hillur, bældar tilfinningar, mömmur, sænskar grænmetisbollur, fyrrverandi kærustur, krúttlegar skjaldbökur, einsemd, sniðugar kryddhillur, dauðann, Nockeby-sófa, lífið, sorgina og fleira.

Handrit og leikstjórn: Matthías Tryggvi Haraldsson.
Á sviði: Jörundur Ragnarsson.
Dramatúrgía: Eydís Rose Vilmundardóttir og Jökull Smári Jakobsson.
Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir.
Ljós: Egill Ingibergsson og Hafliði Emil Barðason.
Búningar og leikmynd: Allir deyja leikfélag.

Matthías Tryggvi Haraldsson útskrifaðist frá Sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands í vor með verkið Griðastað. Hann hefur verið virkur við handritaskrif og þýðingar um árabil og er einn af stofnendum hljómsveitarinnar HATARA. Sveitin, sem hefur vakið athygli fyrir ögrandi og metnaðarfulla sviðsframkomu, hefur tvisvar unnið titilinn „besta tónleikasveit ársins“ á tónlistarverðlaunum The Reykjavík Grapevine.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Leitaði í áfengi til að þola frægðina sem fylgdi Harry Potter: Drakk til að gleyma

Leitaði í áfengi til að þola frægðina sem fylgdi Harry Potter: Drakk til að gleyma
Fókus
Í gær

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Vesalings elskendur frumsýnd með pompi og prakt

Sjáðu myndirnar: Vesalings elskendur frumsýnd með pompi og prakt