fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Brjóstadúskar, rassadúskar og jafnvel typpadúskar eru leikmunir Reykjavík Kabaretts

Babl.is
Laugardaginn 6. október 2018 19:00

Burlesque dansarar og draglistamenn í bland við rassagrín, með öðrum orðum eðal-íslenskur húmor. Þetta eru allt lykilþættir í Reykjavík Kabarett sem hefur verið með sýningar síðustu tvö ár. Margrét Erla Maack og Lalli Töframaður hafa verið með sýningarnar frá upphafi, og hafa þeytt ófáum brjóstadúskum, rassadúskum og jafnvel typpadúskum.

Það skemmtilega við Reykjavík Kabarett er að engin sýning er eins. ,,Galdurinn við Kabarettinn er að hver sýning er púsl af skemmtiatriðum,” segir Margrét í viðtali á Babl.is. ,,Þó einn skemmtikrafturinn flytji á Ólafsfjörð eða eitthvað þá heldur sýningin samt áfram, henni er raðað eftir því hverjir koma að sýna og hverjir ekki.”

Sýningarnar hafa verið haldnar hvern föstudag frá september mánuði síðastliðnum, og Margrét segist taka eftir að sama fólkið hafi komið nokkrum sinnum á sýningar í haust.

Margrét segir að hugmyndin að Kabarettinum hafi komið vegna þess að henni og Lalla hafi vantað ,,platform” til að koma fram og fíflast á eigin forsendum. Þau hafa bæði tvö verið að koma fram á árshátíðum og vinnustaðasamkomum þar sem maður má kannski ekki ganga of langt með grínið. ,,Maður þarf alltaf að passa að stuða engan. En svo byrjuðum við með Kabarettinn og það er ótrúlega gaman að sjá hversu vel fólk tekur í þetta. Fólk hefur svo alveg verið að panta kabarettinn á árshátíðir.”

Þannig að á meðan upprunalega hugmyndin var að búa til ,,platform” þar sem hægt væri að vera með grín sem væri annars bannað á árshátíðum þá er Kabarettinn með öllu sínu klúrna gríni kominn þangað líka.

Lalli segir að þegar Reykjavík Kabarett var stofnaður passaði hann við íslensku senuna eins og flís við rass, og gerir enn. ,,Fólk er að kaupa miða á Kabarettinn og það er að búast við að sjá fullorðinsgrín, og eitthvað skemmtilegt og óvænt. Þetta eru ótrúlega skemmtilegar sýningar sem eru bannaðar börnum. Það þýðir samt ekkert að við séum alltaf á rassinum og að segja eitthvað dónalegt. En það er hinsvegar í lagi að gera hluti sem maður myndi annars ekki gera í einhverjum samkomum eða í venjulegu leikhúsi. Það er það sem er svo gaman.”

Frá upphafi hefur Reykjavík Kabarett tekið miklum breytingum en Lalli segir að fyrst hafi þau einfaldlega verið að finna út úr því hvernig Kabarettinn virkaði. ,,Við erum búin að vera að finna út úr því hvað virkar fyrir íslendinga. Við erum ennþá að gera tilraunir, finna nýja og flotta punkta til að bæta við.”

Margrét segir að á fyrstu Kabarettsýningunum fengu þau mikið af erlendum burlesque dönsurum og öðru listafólki til að taka þátt í sýningunni. ,,Nú er íslenska senan komin á svo ótrúlega hátt plan í kabarett, dragi og öllu. Í sumar fór ég á Evróputúr með Gógó Starr og þá vorum við að ,,headline-a” á fullt af stöðum.

Við erum með tugi erlendra listamanna á biðlista sem vilja skemmta með okkur, en okkur langar frekar að fá íslensku atriðin.”

Reykjavík Kabarett leggur mikið upp úr fyndni. ,,Íslensku atriðin eiga það einmitt öll sameiginlegt að hafa húmor sem útgangspunkt. Burlesque sýningar annarsstaðar snúast oft miklu meira um glamúr frekar en húmor. Við Lalli setjum hinsvegar kröfu um fyndni á öll atriðin í Kabarettnum.“

Margrét segir að Reykjavík Kabarett sé alls ekki eina dæmið um kabarett sýningar á Íslandi. ,,Þorrablót eru gott dæmi um kabarett, þar sem eru allskonar skemmtiatriði, maður í kjól, einhver kemur og syngur lag með gríntexta…eða töfraatriði, á sjöunda og áttunda áratugnum komu dansmeyjar fram með burlesque í hljómsveitarhléum á leiksýningum, og það voru líka kabarettar í Þórskaffi til dæmis.

Síðan byrjaði Sirkus Íslands með fullorðinssýningar fyrir nokkrum árum sem eru enn sýndar í tjaldinu yfir sumartímann. En við byggðum ákvörðunina um stofnun Reykjavík Kabaretts líka á því hvað draginu gengur vel.”

Reykjavík Kabarett heldur áfram að sýna hvern föstudag til 9. nóvember en það verður síðasta sýning Kabarettsins í Þjóðleikhúskjallaranum í bili.

Greinin birtist á Babl.is.

 

Babl.is
Babl.is er vefmiðill sem er rekinn sjálfstætt af ungu fólki. Á Babl birtast greinar um spennandi hluti sem ungt fólk er að gera og greinar um málefni sem varða ungt fólk sérstaklega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00
Fókus
Í gær

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Í gær

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“
Fókus
Í gær

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu
Fókus
Í gær

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells
Fókus
Í gær

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco
Fókus
Í gær

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið