fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

5 mögulegar kvikmyndir byggðar á íslenskum atburðum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 6. október 2018 12:30

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Í næstu viku verður kvikmyndin Undir halastjörnu, í leikstjórn Ara Alexanders, frumsýnd. Myndin byggist á líkfundarmálinu svokallaða sem skók íslenskt samfélag árið 2004. DV tók saman fimm mál eða persónulegar sögur sem verðskulda að vera kvikmyndaðar.

Guðmundar- og Geirfinnsmálin

Ekki sér enn fyrir endann á þessu stærsta sakamáli Íslandssögunnar. Mögulegt er að málin verði rannsökuð upp á nýtt og aldrei að vita nema gerendur fái makleg málagjöld. Líf ungs fólks varð aldrei samt. Spilltir lögreglulmenn svífast einskis. Þetta handrit hefur allt.

Hrunið

Íslenska efnahagshrunið er fordæmalaust með öllu og því væri hægt að gera góðan trylli sem gerist dagana fyrir og eftir hrunið, þar sem pólitíkusar eru í geðshræringu og braskarar reyna að bjarga sér. Á meðan missa margir saklausir allt sitt.

Fjallið

Ungur sláni frá Akranesi umbreytist í mannlegan Hulk. Sigrar í keppnum og á leiklistarsviðinu. Peningum rignir inn. Undir niðri kraumar ólga í einkalífinu sem ekki sér fyrir endann á.

Bláa hafið

Upprisa íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Byrjar á tapleik gegn Liechtenstein og endar á jafntefli gegn Argentínu í Moskvu. Algjör óþarfi að fjalla um síðustu leikina og það má alls ekki minnast á Eric Hamren. Þetta verður klisjukennd Hollywood-mynd, ekki raunsæ evrópsk harmsaga sem verður bara sýnd í Bíó Paradís.

Skákað í skjólinu

Upphafsatriði: Fíkniefni gerð upptæk á skrifstofu Skáksambands Íslands. Á sama tíma lamast íslensk kona í dularfullu slysi á Spáni. Öll spjót beinast að eiginmanninum. Týndur bílaleigubíll, sviðin jörð í viðskiptum á Íslandi. Erlendar mafíur blandast inn í málið.

 

Björn Þorfinnsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu
Fókus
Í gær

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Í gær

FM Belfast byrjaði sem jólagrín

FM Belfast byrjaði sem jólagrín
Fókus
Í gær

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu