fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fókus

Eva Björk gefur út sitt fyrsta lag – „Maður þarf bara að trúa og treysta á sjálfa sig og fylgja hjartanu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 22:00

Mynd: Ívar Eyþórsson.

Söngkonan og lagahöfundurinn Eva Björk Eyþórsdóttir sendir nú frá sér sitt fyrsta lag, This Is It.

„Ég hef sungið síðan ég man eftir mér en þegar ég var lítil hélt ég tónleika upp á stofuborði og kunni öll lög og alla texta utan að,“ segir Eva Björk, sem byrjaði þó ekki að syngja fyrr en 2011 og þá eftir mikla pressu frá fjölskyldunni.

„Draumar geta nefnilega tekið svo mikið pláss í hjarta manns og skipt svo miklu máli. Ég ætlaði varla að þora að mæta á fyrstu kóræfinguna og hvað þá að syngja.. EIN! og það fyrir framan fólk!“

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og söngverkefnin hjá Evu Björk verið af ýmsum toga hvort sem það er einsöngur, tríósöngur, kórsöngur eða bakraddasöngur.

En núna er kominn tími á EVU og eftir að hafa dustað rykið af píanóinu og byrjað að semja tónlist var engin spurning um annað en að gefa út lag. This Is It er fyrsta lagið sem Eva Björk gefur út og því tilefni ákvað hún að taka upp tónlistarmyndband í leiðinni.

Lagið sem er kraftmikil popp/soul ballaða með tilfinningaþrungnum texta sem lýsir fantasíu eða þrá sem ekki er hægt að uppfylla vinnur Eva Björk í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson í Studio Bambus. „Hann er kominn með æviráðningu sem minn tónlistar- og upptökustjóri, svona ef hann þorir en meiri meistara er varla hægt að finna.“

„Ég kynntist Unni Elísubet Gunnarsdóttur í gegnum Moulin Rouge sýninguna sem var sett upp í vor en Unnur sá bæði um dans og leikstjórn í myndbandinu. Eirík Hafdal hef ég þekkt í mörg ár og treysti honum 100% í að taka upp myndbandið svo syngur hann líka svo vel. Unnur og Eiki eiga heiður skilið fyrir þá vinnu og metnað sem þau lögðu í myndbandið en það er ofboðslega töfrandi og fallegt (þó ég segi sjálf frá). Ég er afar spennt að deila þessu lagi með alheiminum. Þetta er búið að vera afar ánægjulegt ferli en á sama tíma mjög lærdómsríkt. Maður þarf bara að trúa og treysta á sjálfan sig og fylgja hjartanu.“

Facebook-síða Evu Bjarkar.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Deadpool ver Nickelback – Sjáðu stikluna

Deadpool ver Nickelback – Sjáðu stikluna
Fókus
Í gær

Nökkvi Fjalar opnar sig í nýju hlaðvarpi Ice Cold: „Hefur alltaf langað til að vinna með Audda Blö“

Nökkvi Fjalar opnar sig í nýju hlaðvarpi Ice Cold: „Hefur alltaf langað til að vinna með Audda Blö“
Fókus
Í gær

Áskorun Bigga löggu – „Bónus er heppið að hafa Sigga og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum“

Áskorun Bigga löggu – „Bónus er heppið að hafa Sigga og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum“
Fókus
Í gær

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“
Fókus
Í gær

Jóhann fékk frábæra hugmynd til að fá aðstoð vina við flutninga – Sjáðu myndirnar

Jóhann fékk frábæra hugmynd til að fá aðstoð vina við flutninga – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Dagsetning er komin fyrir Midgard 2019 – Taktu helgina frá

Dagsetning er komin fyrir Midgard 2019 – Taktu helgina frá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mosi: Ný plata og útgáfutónleikar

Mosi: Ný plata og útgáfutónleikar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli – „Þú ert ekki hegðunin þín“

Ragga nagli – „Þú ert ekki hegðunin þín“