fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Sýningaropnun í Listasafni Íslands – Véfréttir/Karl Einarsson Dunganon

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 6. október kl. 15 opnar sýning á verkum Karls Einarssonar Dunganons (1897 – 1972) í Listasafni Íslands.Sýnd verða verk úr myndröðinni Véfréttir sem Dunganon ánafnaði íslensku þjóðinni og eru hluti af safneign Listasafns Íslands.


Listasafn Íslands efnir til sýningar á úrvali verka Karls Einarssonar Dunganons sem er ætlað að varpa ljósi á líf og list þessa einstaka listamanns sem hafði alla tíð sterkar taugar til Íslands og arfleiddi íslensku þjóðina að verkum sínum. Varðveitir Listasafn Íslands rúmlega tvö hundruð myndverk, en ljóð hans, úrklippubækur og önnur gögn eru geymd í Þjóðskjalasafni Íslands.

Karl Kerúlf Einarsson fæddist á Íslandi árið 1897 en flutti barnungur til Færeyja og síðar til Danmerkur þar sem hann bjó lengst af ævinnar og lést þar árið 1972. Hann tók sér ungur nafnið Dunganon en gekk einnig undir öðrum nöfnum sem þjónuðu því hlutverki sem hann lék hverju sinni. Líklegast er hertoginn af St. Kildu þekktasti titillinn sem Karl tók sér. Þó hann kæmi aldrei til þessa skoska eyjaklasa, sló hann eign sinni á hann og lýsti sig æðsta stjórnanda, útbjó sér vegabréf, ríkisstimpil, póststimpil og útdeildi riddaraskjölum.

Karl Einarsson Dunganon, hertogi af St. Kildu, var lífskúnstner og ljóðskáld sem ferðaðist víða og bjó um lengri og skemmri tíma í helstu borgum Evrópu. Dunganon gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1931 en upp úr 1946 hóf hann að teikna og mála og myndskreytti hann mörg ljóða sinna. Dunganon var sjálflærður á sviði myndlistar en verk hans bera þó vott um þekkingu á yngri og eldri list frá ýmsum menningarsvæðum. Hann taldi sig sjá inn í aðra og huldari heima og tjáir oft í myndum sínum eins konar sýnir eða drauma, þó einnig séu hversdagsleg störf og athafnir viðfangsefni hans. Skreytið er aldrei langt undan og myndirnar ávallt litríkar, frásagnakenndar og ævintýralegar.

Á sýningunni verður fjöldi verka úr myndröðinni Oracles (Véfréttir) sem Dunganon gerði við ljóðabálk sinn Oracles of St. Kilda og telur um tvö hundruð og fimmtíu verk. Myndefnið er fjölbreytt, meðal annars ýmiss konar dýr og furðuverur, spúandi eldfjöll, fagrar konur og fengsælir veiðimenn. Verkin eru unnin á tímabilinu 1946–1960, öll svipuð að stærð, unnin á pappír með fjölbreyttri gerð lita og lökkuð.

Samhliða sýningunni er gefin út bók um ljóðskáldið og myndlistarmanninn Dunganon, sem gefur heildaryfirlit yfir ævintýralegt lífshlaup hans og höfundarverk, með viðamikilli kynningu á myndlistarverkum hans, þar sem sérstaklega er til umfjöllunar myndröðin Oracles (Véfréttir). Bókinni er ritstýrt af Helgu Hjörvar og Hörpu Björnsdóttur.Laugardaginn 6. október kl. 15 opnar sýning á verkum Karls Einarssonar Dunganons (1897 – 1972) í Listasafni Íslands.Sýnd verða verk úr myndröðinni Véfréttir sem Dunganon ánafnaði íslensku þjóðinni og eru hluti af safneign Listasafns Íslands.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fókus
Í gær

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“
Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“