fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Birgitta Haukdal um hápunkt Írafárs ævintýrisins: „Þetta ár var ég bara í ruglinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan og rithöfundurinn Birgitta Haukdal prýðir forsíðu Vikunnar, en um er að ræða sérstakt afmælisblað enda fagnar tímaritið áttatíu ára afmæli sínu um þessar mundir.

Birgittu þarf vart að kynna en hún er forsöngkona sveitaballabandsins Írafárs sem tryllti landsmenn upp úr aldamótunum 2000. Sveitin kom aftur saman í sumar, aðdáendum hennar til mikillar ánægju, en í viðtali við Vikuna rifjar Birgitta upp gullaldarár bandsins.

Gleðisprengja á nýjustu forsíðu Vikunnar.

„Þá var þetta atvinna mín númer eitt, tvö og þrjú og alltaf svo ótrúlega mikið að gera. Þetta var algjör rússíbanareið, enda varð svo mikil sprenging í kringum okkur. Ég var út um allt, dag eftir dag, og náði í raun ekki að njóta. Hausinn var stilltur á vinnustillingu og þetta var bara keyrsla. Inn á milli þegar ég fékk frí var ég bara í bómull að reyna halda viti og passa upp á röddina,“ segir hún og bætir við að annað sé upp á teningnum í dag, enda orðin eldri og vitrari.

„En í dag er ég að gera þetta frekar mér til skemmtunar en atvinnu. Það er svo mikill munur að geta staðið og andað augnablikinu að sér og notið þess. Það spilar að sjálfsögðu inn í að ég er orðin eldri og þroskaðri og farin að átta mig á þessum forréttindum.“

Algjör bilun

Í viðtalinu segir Birgitta að árin 2002 og 2003 hafi verið sérstaklega annasöm, en Birgitta fór meðal annars fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003 með lagið Open Your Heart.

„Þetta ár var ég bara í ruglinu. Ég var að spila út um allt með Írafári, var í öllum viðtölum, og í raun bara í alls staðar þar sem hægt var að vera. Ég lék í Grease á þessum tíma og fór oft beint eftir sýningar til að syngja á böllum. Á daginn var ég svo að æfa fyrir Eurovision og fór í þá ferð. Inn á milli reyndi ég semja tónlist,“ segir hún. Hún bætir við að þessi ár hafi í senn verið þolraun og ævintýri.

„Þetta var algjör bilun og mjög erfiður tími í minningunni en rosalega skemmtilegur líka. Mjög dýrmæt reynsla sem ég myndi aldrei vilja skipta út fyrir eitthvað annað. Ég gekk hins vegar oft fram af mér og hélt að ég gæti tekið meira að mér en raun var og þá lenti ég á vegg. Þótt það sé gaman að hugsa til baka sæki ég ekki í svona læti aftur.“

„Ég var svo hræddur um að þú myndir ruglast, mamma“

Írafár héldu stórtónleika í Hörpu þann 2. júní til að marka endurkomuna, en í viðtali við Vikuna segir Birgitta frá því að níu ára sonur hennar, Víkingur Brynjar, hafi verið meðal áhorfenda, grunlaus um hve fagmannleg poppstjarna móðir sín væri.

Birgitta ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Einarssyni.

„Hann var algjörlega stjarfur að sögn pabba síns allan tímann en þetta var í fyrsta sinn sem hann sá mig á heilum tónleikum en ekki bara að flytja eitt og eitt lag. Eftir tónleikana spurði ég hvernig honum hefði fundist og hann var í skýjunum með þetta. Hann viðurkenndi þó að hafa verið mjög stressaður fyrir mína hönd og þegar ég spurði hann nánar út í það var svarið, „ég var svo hræddur um að þú myndir ruglast, mamma“,“ segir Birgitta. Hún segir óráðið hvenær sveitin komi saman aftur, en Írafár spilaði einnig á Þjóðhátíð og Menningarnótt í ár.

„Við komum þar fram, til þess að segja svo að við værum farin aftur. Við vitum ekki hvort við erum að kveðja í ár eða í 10 ár. En okkur fannst þetta flott, koma fram með eitthvað geggjað og bakka svo út aftur þar til næst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“