fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Lára Guðrún: „Sá sem greinist með krabbamein er oftast sterkasti hlekkurinn í keðjunni“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í fyrsta skipti sem ég grét fyrir framan lækninn minn var þegar ég spurði út í brjóstagjöf eftir krabbameinsmeðferð. Það var þá sem ég áttaði mig á því hver missirinn væri fyrir mig persónulega. Ég sem hafði mjólkað eins og besta beljan í fjósinu þegar strákurinn minn var á brjósti. Missirinn var ekki fagurfræðilegur, heldur líffræðilegur. Læknirinn hughreysti mig þó fljótt og sagði mér dæmi um að tvíburamæður hafi mjólkað nóg með einu brjósti. Líkaminn er svo sannarlega magnað fyrirbæri og ég treysti líkama mínum,“ segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir, sem greindist með brjóstakrabbamein, aðeins 33 ára gömul og er í andhormónalyfjameðferð sem setur líkamann í tímabundin tíðahvörf.

Hún og maðurinn hennar eiga fósturvísa og stefna á barneignir á næsta ári. Þá fær Lára Guðrún að gera hlé á meðferðinni og þá kemur líka í ljós hvort þau geta eignast barn náttúrulega eða þurfi að nota einn af sex fósturvísum, eða „manneskjufræjum,“ eins og þau kalla þá, en þau höfðu áður farið í gegnum fyrirbyggjandi ófrjósemismeðferð.

Lára er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Móðir hennar lést fertug að aldri úr sama sjúkdómi þegar hún var einungis 17 ára.

Lára Guðrún mælir með því að fólk sem greinist með krabbamein gefi öllum í kringum sig hlutverk. Það hafi reynst góð aðferð fyrir hana: „Hver fær það hlutverk að láta þig hlæja? Gefa þér góðan mat? Fara í göngutúr? Koma með í lyfjameðferð? Passa að þú lítir vel út? Taki myndir? Það er valdeflandi að gefa aðstandendum hlutverk. Því sá sem greinist með krabbameinið er oftast sterkasti hlekkurinn í keðjunni. Aðstandendurnir mynda svo hina hlekkina sem halda þér á floti.“

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Láru í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“