fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Kjóll Bjarkar í uppáhaldi – „Það var ráðist í þetta af fullri hörku“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 30. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Hard Rock Café Reykjavík tilheyrir einni stærstu keðju heims og fagnar öðru ársafmæli sínu í dag. Keðjan rekur 202 staði í 71 landi, þar af 168 veitingahús, 23 hótel og 11 spilavíti.

Á Íslandi var Hard Rock áður rekið í Kringlunni frá árinu 1987 en þá var það Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, sem opnaði staðinn. Árið 1999 var það Gaumur hf, eignarhaldsfélag Bónusfeðga, sem keypti staðinn og rak hann til lok maí ársins 2005.

„Tíminn hefur liðið ógurlega hratt frá því að við byrjuðum. Það var rosalegt ár sem við gengum í gegnum í fyrra,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri staðarins sem stendur nú við Lækjargötu.

Stefán ræðir um veginn að baki og segir hann ýmislegt hafa ekki farið eftir óskum í upphafi. „Það einfaldlega bilaði allt sem gat bilað og lak allt sem gat lekið, en það var ráðist í þetta af fullri hörku og hafðist þetta allt á endanum.“

Stefán bætir við að í tilefni stóra dagsins fylgi eftirréttur í boði hússins með hverjum keyptum aðalrétti. Einnig stendur til að vera með tónleikahöld fram í helgina ásamt uppistandi. Það fylgir hefð staðarins að bjóða upp á ýmis konar herlegheit en í þeim málum segir framkvæmdastjórinn ekki hafa vantað upp á fjölbreytnina. „Kjallarinn hjá okkur er í stanslausri notkun af ýmsu tónlistarfólki og skemmtikröftum. Þetta hefur gengið prýðilega síðan við opnuðum og er alltaf nóg að gera,“ segir Stefán.

Hard Rock á eitt stærsta rokk- og poppminjasafn heims sem er til sýnis á stöðum fyrirtækisins víðs vegar um heiminn. „Þegar maður leggur í svona ævintýri er að sjálfsögðu nauðsynlegt að vera með gott safn. Þetta er jafnframt stærsta tónlistarsafn sem til er í heiminum. Við gerðum Excel-skjal yfir minjagripi sem okkur langaði í þegar staðurinn var að opna. Það gekk vissulega ekki að fá það allt saman en við fengum alveg veglegt safn á endanum.“

Meðal þess sem er að finna á Hard Rock Cafe Reykjavík er kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, pels frá Rihönnu, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi, trommusett Smashing Pumpkins og fleiri munir sem hafa vakið athygli gesta og gangandi. Að mati Stefáns er kjóll Bjarkar og trommusettið í sterku uppáhaldi af því sem prýðir veggi staðarins.

Stefán segir það hafa verið mikla áskorun þegar verkefni um að opna Hard Rock á ný bauðst honum og hans teymi. „Það var farið með fulla hörku í gegnum þetta,“ segir hann. „Væntingarnar voru gríðarlega miklar þegar við fengum þetta verkefni. Hard Rock er ein af 10 stærstu keðjum heims og fylgja henni miklar kröfur.“

Staðurinn við Lækjargötu er 1000 fermetrar að stærð og tekur 168 manns í sæti á efri hæð staðarins. Samkvæmt framkvæmdastjóranum stóð alltaf til að opna staðinn miðsvæðis í hjarta Reykjavíkur, en hann vill meina að þar hefur tónleikahald farið síminnkandi. „Okkur fannst vanta almennilegan tónleikastað í miðbænum, enda búið að loka þeim flestum í dag,“ segir hann og bætir þá við: „Þá er bara að bíða eftir fleiri bílastæðum og þá verður allt eins og það á að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“