fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fókus

Hann er 73 ára – Hún er 24 ára og þau eru ástfangin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 00:37

Ástin spyr ekki um aldur.

American Pie-söngvarinn Don McLean, sem er 73ja ára gamall, og fyrirsætan Paris Dylan, sem er 24ra ára, hafa endanlega staðfest að þau eiga í rómantísku ástarsambandi.

Bæði Don og Paris hafa undanfarið birt myndir af sér á samfélagsmiðlum, yfir sig ástfangin. Þau virðast hafa ferðast til höfuðborgar ástarinnar, Parísar í Frakklandi, og nutu ferðarinnar, ef marka má færslur þeirra á netinu.

„Draumur með ástinni minni,“ tísti Paris við mynd af parinu fyrir framan Eiffel-turninn og skreytti textann að sjálfsögðu með hjarta tjákni. Þess má geta að parið heimsótti einnig Louvre-safnið og Versali, þekktustu ferðamannastaði borgarinnar.

„Ástin í lífi mínu“

Don er á tónleikaferðalagi um Evrópu og Paris hefur verið honum við hlið allan tímann. Hún hefur margoft á samfélagsmiðlum kallað söngvarann ástina í lífinu sínu.

Fyrstu sögusagnir um að parið væri meira en bara vinir spruttu upp í mars á þessu ári þegar þau sáust saman í Bretlandi er Don var á tónleikaferðalagi. Paris birti hins vegar fyrst mynd af sér og Don í nóvember árið 2016 og síðan þá hefur hún birt ýmsar myndir af turtildúfunum, þar á meðal þegar Don átti afmæli fyrr í þessum mánuði.

 

View this post on Instagram

 

happy birthday my baby, my beauty, love of my life, my everything. ❤️

A post shared by 🌻Paris (@parisdylan550) on

„Til hamingju með afmælið elskan mín, fegurðin mín, ástin í lífi mínu, mitt allt,“ skrifaði hún þá.

Don er tvíkvæntur, fyrst Carol á árunum 1969 til 1972 og síðar Patrisha Shnier á árunum 1987 til 2016. Hann er heimsþekktur tónlistarmaður og hvað frægastur fyrir lagið American Pie sem kom út árið 1971. Önnur lög sem hann hefur gert fræg eru meðal annarra Vincent, Crying og Castles in the Air.

Paris, sem hefur einnig gengið undir nöfnunum Paris Roxanne og Paris Dunn, vann sér það til frægðar að koma fram í raunveruleikaþættinum Catfish á MTV árið 2017. Þá hefur hún setið fyrir á síðum Playboy og Maxim.

 

View this post on Instagram

 

🎶 Don’t take this heaven from one If you must cling to someone Now and forever, let it be me….🎶❤️

A post shared by 🌻Paris (@parisdylan550) on

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins