fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fókus

Tom Cruise vill ekki hitta dóttur sína því hún er ekki í Vísindakirkjunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 3. október 2018 22:09

Tom er ekki mikill toppmaður ef marka má frétt Us Weekly.

Stórleikarinn Tom Cruise má vera með dóttur sína, Suri, sem er 12 ára, í allt að tíu daga í mánuði samkvæmt samkomulagi við fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Katie Holmes. Samkvæmt heimildarmanni tímaritsins Us Weekly hefur hann hins vegar ekki viljað sjá Suri í mörg ár.

„Hann velur að hitta hana ekki því hún er ekki í Vísindakirkjunni,“ er haft eftir heimildarmanninum.

„Hún vildi sleppa og hún vildi hafa Suri“

Frægt er að Tom Cruise aðhyllist speki Vísindakirkjunnar, líkt og stjörnurnar John Travolta, Kirstie Alley og Juliette Lewis. Trúarstefna Vísindakirkjunnar hefur verið harðlega gagnrýnd í gegnum árin og hefur frekar verið líkt við sértrúarsöfnuð en kirkju. Hafa fyrrverandi meðlimir kirkjunnar til að mynda sakað forsvarsmenn hennar um ofbeldi og heilaþvott.

Í Us Weekly er einnig talað við Tony Ortega, ritstjóra The Village Voice, en hann hefur gagnrýnt Vísindakirkjuna í gegnum tíðina. Hann telur að Katie hafi líklegast skrifað undir einhvers konar samkomulag sem fæli í sér að hún mætti ekki tala illa um Vísindakirkjuna, annars missti hún forræði yfir Suri.

Suri og Katie á góðri stundu.

„Hún vildi sleppa og hún vildi hafa Suri,“ segir hann. Fleiri kenningar hafa verið í umræðunni varðandi samkomulag Katie og Tom þegar þau skildu árið 2012 eftir sex ára hjónaband. Því hefur til dæmis verið haldið fram að samkomulagið hafi falið í sér að ef Katie myndi finna sér nýjan maka mætti hún ekki opinbera það fyrr en fimm árum eftir skilnaðinn. Í fyrra, nákvæmlega fimm árum eftir skilnaðinn, frumsýndi hún kærasta sinn, leikarann Jamie Foxx, eftir að sögusagnir um samband þeirra höfðu verið í umferð í langan tíma.

Forðast rifrildi við kirkjuna

Þá segir Tony að honum þyki líklegt að Katie hafi veirð ráðlagt að slíta sambandi við vinkonu sína, og fyrrverandi meðlim Vísindakirkjunnar, leikkonuna Leah Remini, sem er hvað þekktust fyrir leik í King of Queens, eftir skilnaðinn við Tom.

„Ég er viss um að faðir hennar, sem er klókur lögfræðingur, hefur líklegast sagt henni að Tom og Vísindakirkjan myndu líta á það sem lítillækkun ef hún myndi halda sambandi við Leah,“ segir hann og bætir við:

„Við vonuðumst öll til þess að Katie myndi á endanum opna sig meira og að við myndum sjá þær saman, en Leah hefur verið ötul baráttukona fyrir því að opinbera það ofbeldi sem á sér stað innan Vísindakirkjunnar og ég held að Katie vilji bara lifa lífinu með Suri og forðast rifrildi við kirkjuna.“

Katie og Jamie opinberuðu samband sitt í fyrra.

Mjög sjúkt ástand

Leah Remini yfirgaf Vísindakirkjuna árið 2013 og lét hafa eftir sér fyrir stuttu að hún mætti ekki hitta Katie því þá gæti hún misst forræði yfir Suri.

„Við vorum nánar vinkonur,“ sagði hún í viðtali við tímaritið LaPalme. „Þetta er í rauninni mjög sjúkt ástand.“

Karin Pouw, talskona Vísindakirkjunnar, hafnaði þessum ásökunum Leah og sakaði hana um samsæri gegn kirkjunni.

Hættu að tala við mömmu

Í ítarlegri umfjöllun Us Weekly er einnig farið yfir skilnað Tom Cruise við leikkonuna Nicole Kidman árið 2001 eftir tæplega ellefu ára hjónaband. Þau eiga tvö börn saman, Isabella, 25 ára og Connor, 23ja ára. Við skilnaðinn hættu börnin að hafa samband við móður sína og eru bæði virk í Vísindakirkjunni. Síðustu ár hefur Nicole þó náð að koma á sambandi aftur við börnin sín.

Us Weekly náði ekki í talsmann Tom Cruise við vinnslu fréttarinnar.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnin gefur út sitt fyrsta jólalag – Enn ein jól

Stjórnin gefur út sitt fyrsta jólalag – Enn ein jól
Fókus
Í gær

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði
Fókus
Í gær

Jodie Foster tekur við af Halldóru sem Halla – „Ég get ekki beðið eftir að leika hana“

Jodie Foster tekur við af Halldóru sem Halla – „Ég get ekki beðið eftir að leika hana“
Fókus
Í gær

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018
Fókus
Í gær

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“