fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Drápa semur um 10 bóka seríu eftir einn mest selda höfund Norðurlanda

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn sænski bókaflokkur PAX hefur farið sigurför um heiminn og nú kemur hann loksins til Íslands. Það er bókaútgáfan Drápa sem hefur samið um útgáfu á þessari feykivinsælu bókaseríu hér á landi.

PAX serían er sænsk að uppruna og hafa bækurnar verið vinsælustu barna- og unglingabækur í Svíþjóð undanfarin ár. Bækurnar gerast í Marienfred, sænskum smábæ, þar sem hið illa lætur á sér kræla – og bræðurnir Viggó (10 ára) og Alríkur (12 ára) blandast í baráttu góðs og ills.

Bækurnar gerast í nútímanum en tengjast þjóðtrú og goðsögnum eins og til dæmis norrænu goðafræðinni.

Níðstöngin

Tíminn er eins og hjartsláttur. Inn á milli slaga veikjast varnir heimsins gegn yfirnáttúrulegum öflum. Og hið illa notar tækifærið.

Fyrsta bókin í bókaflokknum heitir Níðstöngin og kom hún út í lok október. Í fyrstu bókinni kynnast lesendur þeim Viggó og Alríki og gæslumönnum falda bókasafnsins undir kirkjuhólnum, þeim Estrid og Magnari. Við sögu kemur drýsill, kolsvört edimma, hundleiðinlegir skólafélagar og níðstöng með hestshaus.

Bækurnar eru hrikalega spennandi sem fá lesandann til að gleyma stað og stund.

Heimsþekktur höfundur

Höfundar PAX bókanna eru tvær; þær Ingela Korsell og Asa Larsson, hin heimsþekkta glæpasagnadrottning. Myndskreytir bókanna er svo hinn eitursnjalli Henrik Jonsson.

Ásu þarf vart að kynna. Hún er einn mest seldi rithöfundur Norðurlandanna og hafa bækur hennar um Rebecku Martinsson hlotið fjölda verðlauna og selst í milljónum eintaka um allan heim. Þá hafa verið gerið sjónvarpsþættir og kvikmyndir upp úr bókum hennar.

Ingela er menntuð sem kennari og sérhæfir sig í læsi og barnabókmenntum. Hún kennir við háskólann í Örebro meðfram því að skrifa PAX bækurnar.

Þær Ása og Ingela búa báðar í Marienfred og hafa þekkst lengi. Áður hafa þær skrifað saman efni í útvarpsþætti fyrir börn í Svíþjóð. Þeim finnst báðum norræna goðafræðin og sænska þjóðtrúin spennandi viðfangsefni sem þær vinna svo snilldarlega vel með í PAX bókunum.

Ásmundur Helgason hjá Drápu segist ákaflega spenntur fyrir þessum nýja bókaflokki. „Það var búið að benda okkur á þennan bókaflokk í tvígang af konum sem höfðu kynnst honum í Svíþjóð. Það var svo þegar Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá Seljaskóla hreinlega heimtaði að þessar bækur kæmu út á Íslandi að við kveiktum á perunni. Dröfn hafði verið í heimsókn í sænskum skólabókasöfnum og alltaf spurt hver væri vinsælasta bókin til útláns frá hverju safni. Alltaf var svarið PAX! Þannig að við fórum í málið og nú er fyrsta bókin komin út.“

Til „gamans“ má geta þess að þegar Ásmundur byrjaði að lesa bókina yfir þá byrjaði hann að láta renna í baðið á sama tíma, við mælum ekki með því.

Lestu einnig: Bókaútgefandi gleymdi baðinu vegna bókalesturs – Þarf að parketleggja aftur

Sigurður Þór Salvarsson þýddi og Arndís Lilja Guðmundsdóttir setur bókina upp. Fyrsta bókin er 144 bls, þar af eru um 20 bls teikningar eftir Henrik.

Á heimasíðu Drápu er hægt að lesa fyrsta kaflann.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar