fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Saga ekki sátt: „Það var nákvæmlega 25% hærra en mér var boðið“

Fókus
Föstudaginn 26. október 2018 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var einu sinni beðin um að vera með uppistand ásamt strák sem hafði kannski svona þrisvar verið með uppistand. Mér fannst tilboðið sem ég fékk svo lágt að ég hringdi í hann og spurði hvað honum hefði verið boðið. Það var nákvæmlega 25% hærra en mér var boðið.“

Þetta segir leikkonan og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir á Twitter.

Á miðvikudag var haldinn baráttufundur á Arnarhóli og voru konur hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.55 þann dag. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74 prósent af meðalatvinnutekjum karla.

Dæmið sem Saga bendir á er langt því frá einsdæmi. Saga segir á Twitter að hún hafi ekki lent í þessu lengi og hvorki hún né karlkyns uppistandarinn hafi tekið tilboðinu.

Hún segir svo: „Fékk oft líka ,,Heyrðu [einhver karlskemmtikraftur] er svo dýr – ekki kæmist þú….” Þá segist hún enn fá ákveðin símtöl sem eru á þessa leið: ,,Vorum með [kk skemmtikraftur] í fyrra og [annar kk skemmtikraftur] í hittífyrr og okkur vantar einhverja stelpu núna í ár….”

Saga segir svo frá því að þegar móðir hennar var ólétt af eldri systur Sögu þá hafi hún gengið úr tíma í MR á fyrsta kvennasamstöðufundinn og hugsað ákveðið: „Þetta verður komið þegar dóttir mín verður fullorðin. Í gær mættu þær báðar saman og fóru bara að gráta. Megum ekki hætta,“ sagði Saga á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“