fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Málþing um Sigurð Pálsson – Ljóðlistin er lífsnauðsyn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. október 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 28. október stendur Forlagið fyrir málþingi um skáldið Sigurð Pálsson (1948-2017) í Veröld – húsi Vigdísar, í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Málþingið er haldið í tilefni af útkomu úrvals úr ljóðum Sigurðar sem ber heitið Ljóð muna ferð og JPV útgáfa – Forlagið gefur út. 

Átta samferðamenn Sigurðar munu fjalla um skáldið, vininn, kennarann og lærimeistarann. Erindi flytja Einar Kárason, Hlín Agnarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sjón, Sunna Dís Másdóttir og Þórarinn Eldjárn. Ingvar E. Sigurðsson leikari mun lesa upp úr ljóðaúrvalinu. Kynnir verður Kristján Þórður Hrafnsson, en hann valdi efnið í ljóðaúrvalið.

Dagskráin hefst kl. 15 og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá:

Einar Kárason: Vinarminning.
Viðkynni við Sigga, samstarfsmann, nágranna, mentor og náinn vin.

Sunna Dís Másdóttir: Sigurður Pálsson, ljóðmagnari.
Af lærimeistaranum og ljóðmögnun hans, frá sjónarhóli nemanda.

Ingvar E. Sigurðsson les upp úr Ljóð muna ferð.

Þórarinn Eldjárn: Vega, nema, muna – ástmögur sólarinnar.
ÞE vegur, nemur og man sitthvað um SP og ljóð hans.

Sigurbjörg Þrastardóttir: Atlas í vasa.
Um ferðafélagann Sigurð Pálsson.

Hlé.

Ragnar Helgi Ólafsson: In Memoriam: Sigurður Pálsson.
Erfiljóð um Sigurð Pálsson.

Sjón: Farið í skóbúðir með Sigurði Pálssyni.
Sjón rifjar upp eftirminnilegar skóbúðaferðir með Sigurði Pálssyni.

Ingvar E. Sigurðsson les upp úr Ljóð muna ferð.

Hlín Agnarsdóttir: Að kynnast SP á réttum leshraða.
Um ritlistarkennarann SP eins og hann birtist í Táningabók.

Pétur Gunnarsson: Sigurður Pálsson – samferðamaður.
Í för með Sigga Páls í lífi og ljóðum.

Kynnir: Kristján Þórður Hrafnsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla