fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ekkisens opnar tvöfalda afmælissýningu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkisens sýningarrými á Bergstaðastræti 25B opnar afmælissýningu sunnudaginn 28. október í tilefni af fjögurra ára starfsemi rýmisins. Til sýnis verða verk eftir stofnanda og stýru Ekkisens, Freyju Eilífu frá árunum 2013 – 2018, sem sjálf mun fagna 32 ára afmæli sínu með opnunarhófinu. 

Afmælissýningin verður opin 15 – 18 á sunnudeginum og eftir samkomulagi til 1. nóvember.Síðastliðinn mánuð hefur Ekkisens verið endurskipulagt og vaskahúsið tekið í notkun sem vinnustofurými. Þar hefur Freyja Eilíf sinnt undirbúning á verkum vegna sýningar sem mun eiga sér stað í Los Angeles, Bandaríkjunum í nóvembermánuði.

Fjögur ár telst hár starfsaldur á listamannareknu rými í Reykjavík og því telur Ekkisens tilefni til að fagna hverju starfsári sem líður!

Á fjögurra ára ferli Ekkisens hefur rýmið haldið utan um yfir 60 sýningar og viðburði, verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV fyrir listræna stjórn Freyju Eilífar og Heiðrúnar Grétu árið 2015 og verið útnefnt sem eitt af bestu galleríum Reykjavíkur af bæði Reykjavík Grapevine og The Culture Trip. Freyju Eilíf var einnig veittur Tilberinn árið 2016 fyrir hugrekki og framtaksemi á sviði myndlistar.

Ekkisens hefur lagt áherslu á alþjóðlega starfsemi og hefur staðið fyrir samsýningum íslenskra listamanna í Berlín, Noregi, Svíþjóð, Eistlandi, Bretlandi og nú næst Bandaríkjunum, en næsta Ekkisensverkefni mun eiga sér stað í Los Angeles, þar sem Freyju var boðið að sýningarstýra samsýningu í Durden and Ray gallerí í nafni Ekkisens. Þar mun hún sýna verk sín ásamt Katrínu Mogensen, Kristínu Morthens og Söru Björg og fimm bandarískum listamönnum úr kollektífi Durden and Ray á samsýningu sem stendur uppi allan nóvembermánuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar