fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Fókus

Þetta eru hæstlaunuðu sjónvarpsleikarar í heiminum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 24. október 2018 23:59

Það borgar sig að leika í sjónvarpi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Big Bang Theory-stjarnan Jim Parsons er hæstlaunaði leikari í sjónvarpsþáttum í heiminum samkvæmt nýbirtum lista tímaritsins Forbes. Jim þénaði 26,5 milljónir dollara á því tólf mánaða tímabil sem listinn nær yfir, eða tæpa þrjá milljarða króna. Er þetta fjórða árið í röð sem Jim trónir á toppi listans, en meðleikarar hans í The Big Bang Theory eru ekki langt undan.

Í öðru sæti er Johnny Galecki og Kunal Nayyar og Simon Helberg eru jafnir í 3. til 4. sæti. Tekið skal fram að listinn nær eingöngu til leikara, ekki leikkvenna. Ætla má að fjórmenningarnir úr The Big Bang Theory verði ekki mikið lengur á listanum þar sem síðasta serían af þáttunum er í loftinu um þessar mundir.

Þessir fjórir eru efstir á listanum.

Spacey út – Lincoln inn

Samkvæmt frétt Forbes voru laun leikaranna könnuð frá 1. júní árið 2017 til 1. júní í ár. Allar tekjur eru fyrir skatta og er ekki búið að draga frá gjöld fyrir umboðsmenn og lögfræðinga. Tekjurnar byggir Forbes á gögnum frá Nielsen, Box Office Mojo og IMDb, sem og viðtölum við fagmenn í bransanum.

Tíu hæstlaunuðu sjónvarpsleikararnir þénuðu 181 milljónir dollara á þessu tímabili, fjórum milljónum minna en á síðasta lista sem gefinn var út fyrir ári síðan.

Andrew Lincoln kemur sterkur inn.

Meðal annarra nafna á topp tíu listanum eru Mark Harmon úr NCIS og fjórir leikarar úr Modern Family. Andrew Lincoln úr The Walking Dead kemur nýr inn á listann og vermir tíunda sætið. Athygli vekur að Kevin Spacey, sem fór með aðalhlutverkið í House of Cards, er dottinn af listanum eftir að honum var sagt upp vegna ásakana um kynferðisofbeldi.

Hér er listinn yfir tíu hæstlaunuðu sjónvarpsleikarana í heiminum:

1. Jim Parsons – 26,5 milljónir dollara
2. Johnny Galecki – 25 milljónir dollara
3. Kunal Nayyar – 23,5 milljónir dollara
4. Simon Helberg – 23,5 milljónir dollara
5. Mark Harmon – 19 milljónir dollara
6. Ed O’Neill – 14 milljónir dollara
7. Eric Stonestreet – 13,5 milljónir dollara
8. Jesse Tyler Ferguson – 13 milljónir dollara
9. Ty Burrell – 12 milljónir dollara
10. Andrew Lincoln – 11 milljónir dollara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga Eyrún og Kalli eignuðust barn í morgun: „3 kíló og 15 grömm af hamingju mættu í heiminn“

Sigga Eyrún og Kalli eignuðust barn í morgun: „3 kíló og 15 grömm af hamingju mættu í heiminn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Max Landis, handritshöfundur Deeper sakaður um nauðgunartilraun – Leikstýrt af Baltasar – „Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki“

Max Landis, handritshöfundur Deeper sakaður um nauðgunartilraun – Leikstýrt af Baltasar – „Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín mætti stórleikara með ógleymanlegum hætti – „Núna erum við besties“

Katrín mætti stórleikara með ógleymanlegum hætti – „Núna erum við besties“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður – Þessar sveitir koma fram

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður – Þessar sveitir koma fram