fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Fókus

Rappari féll til bana við tökur á tónlistarmyndbandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 22:30

Hvíl í friði Jon James.

Kanadíski rapparinn Jon James McMurray féll til bana er hann var að taka upp tónlistarmyndband á laugardaginn síðasta. Jon var að leika í áhættuatriði þar sem hann átti að ganga eftir flugvélavæng þegar hann féll til jarðar og lést. Hann var 33ja ára.

Upptökur á myndbandinu fóru fram í Vernon í Bresku-Kólumbíu í Kanada, en Jon James hafði æft stíft svo vikum skipti til að fullkomna áhættuatriðið á lítilli Cessna-flugvél.

„Hann lést við tökur á verkefni sem hann hafði unnið að í marga mánuði. Síðasta atriðið fól í sér að hann myndi rappa á meðan hann gekk eftir vængnum,“ kemur fram í tilkynningu frá blaðafulltrúa rapparans.

„Er Jon gekk lengra út á flugvélavænginn byrjaði flugvélina að hrapa og náði flugmaðurinn ekki að rétta hana af. Jon hélt sér í vænginn þar til það var of seint og þegar hann sleppti hafði hann ekki tíma til að opna fallhlífina sína. Hann féll til jarðar og lést samstundis,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Jon James deildi myndbandi á Instagram þann 2. október þar sem hann sást æfa sig fyrir áhættuatriðið örlagaríka.

Jon James var afreksmaður í skíðaíþróttum þar til hann meiddist í baki fyrir nokkrum árum. Hann söðlaði um og dembdi sér í tónlistarbransann og gaf út sína fyrstu plötu, Rex Leo, árið 2016. Hann hafði á ferlinum leikið í fjölda áhættuatriða og slasað sig margoft.

Jon James skilur eftir sig eiginkonuna Kali James.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun
Fókus
Í gær

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!
Fókus
Í gær

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Í gær

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvífarar og grínistar

Tvífarar og grínistar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk