fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fókus

Fræg á lausu

Fókus
Þriðjudaginn 23. október 2018 19:00

Stefnumótamenning á Íslandi hefur aldeilis breyst á síðustu árum með tilkomu samfélagsmiðla og smáforrita. Það hefur einnig gert almúganum auðveldara að kynnast frægum sem eru á lausu. DV tók saman lista yfir nokkra fræga sem kannski ekki allir vita að eru á lausu.

Ólöf Skaftadóttir

Ólöf Skaftadóttir

Ólöf er ritstjóri Fréttablaðsins og er þekkt fyrir að skrifa beitta pistla um málefni líðandi stundar. Ólöf er þrítug og má fullyrða að hún sé mjög eftirsótt.

Rúrik Gíslason

Það er ótrúlegt að hugsa til þess þegar horft er í augun á Rúrik að hann sé á lausu. Hann sló rækilega í gegn á samfélagsmiðlum á HM í sumar og er nú með 1,2 milljónir fylgjendur. Geri aðrir betur.

Sunneva Einars

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir lifir sannkölluðu stjörnulífi, fyrr á þessu ári var hún bara að hanga með Jennifer Lopez.

Sunna Elvira

Sunna Elvira Þorkelsdóttir lenti í hræðilegu atviki á Spáni snemma á þessu ári, stuttu síðar var eiginmaður hennar handtekinn fyrir fíkniefnasmygl. Sunna er nú á lausu, í vikunni þakkaði hún góðlátum strætisvagnabílstjóra sem hjálpaði henni inn og út úr vagninum óumbeðinn.

Pétur Jesús

Pétur Örn Guðmundsson er virkilega hress og skemmtilegur. Pétur er tónlistarmaður í húð og hár og kannast líklega flestir Íslendingar við hann. Viðurnefnið, Jesús, hlaut Pétur eftir leik sinn í söngleiknum Jesus Christ Superstar og hefur það loðað við hann allar götur síðan.

Sigurður Þorri Gunnarsson

Sigurður Þorri er einn hressasti útvarpsmaður landsins og stjórnar þáttunum Í beinni með Sigga Gunnars á K100. Akureyringurinn er virkilega skemmtilegur karakter og nýtur mikilla vinsæla sem spinningþjálfari í World Class. Slæmar fréttir fyrir stelpur en góðar fréttir fyrir stráka, Siggi er hinsegin.

 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Jón Gnarr var á undan Öldu Karen: Svona losnar þú við sjálfsvígshugsanir – Sjáðu myndbandið

Jón Gnarr var á undan Öldu Karen: Svona losnar þú við sjálfsvígshugsanir – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Voru þetta geimverur á ferð við Ísland? „Ég er handviss um að það sem ég sá kom frá annarri plánetu“

Voru þetta geimverur á ferð við Ísland? „Ég er handviss um að það sem ég sá kom frá annarri plánetu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“