fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Eftirminnileg atvik í íslensku sjónvarpi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 20:00

Þau eru mörg eftirminnileg atvikin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur oft verið fleygt fram að töfrar gerist í sjónvarpi, en oft geta þessir töfrar verið eftirminnilegir og umdeildir. Við ákváðum að fara yfir nokkur af þeim atriðum og viðtölum í sjónvarpi sem okkur finnst hvað eftirminnilegust – svona á léttu nótunum.

„Gætir þú breytt svona fallegri konu eins og mér í ógæfukonu?“

Það vakti mikla athygli þegar Smartlandsdrottningin Marta María Jónasdóttir fékk gervahönnuðinn Kristínu Júllu Kristjánsdóttur til að breyta sér í ógæfukonu árið 2014.

„Gætir þú breytt svona fallegri konu eins og mér í ógæfukonu?“ spurði Marta María áður en umbreytingin átti sér staðar. Eftir yfirhalningu hváði hún svo:

„Ég vissi ekki að það væri hægt að gera einhvern svona hryllilega ljótan.“

Þá var komið að bæjarferð Mörtu, sem gengur oft undir viðurnefninu Marta Smarta. Hún gekk í stutta stund um miðbæ Reykjavíkur, en viðbrögð fólks komu henni á óvart.

„Það merkilega við þá bæjarferð var að það þekkti mig enginn.“

Internetið fór á hliðina eftir að myndbandsinnslagið með Mörtu sem ógæfukonu var sýnt á sjónvarpsrás mbl.is. Fannst mörgum mjög ósmekklegt að hún væri að gera alvarlegt ástand bágstaddra að hlátursefni. Hún lét sér fátt um finnast, en loks baðst hún afsökunar á þessu athæfi í forsíðuviðtali við Fréttatímann seinna sama ár.

„Takk fyrir þessa fjölmiðlagagnrýni“

Það muna líklegast allir hvar þeir voru þegar Díana prinsessa dó, ef þeir hafa náð aldri til. Einnig muna flestir hvar þeir voru þegar Tvíburaturnarnir hrundu og þegar Geir bað Guð um að blessa Ísland. Að sama skapi muna eflaust þónokkrir hvar þeir voru þegar Gísli Marteinn Baldursson fékk Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, í eitt furðulegasta viðtal Íslandssögunnar í skemmtiþættinum Vikan með Gísla Marteini árið 2014.

Gísli Marteinn þurfti ítrekað að minna Sigmund Davíð á hver stjórnaði viðtalinu og þáverandi forsætisráðherra gerði í því að snúa út úr og biðja um leyfi til að svara spurningum – án þess þó að svara nokkru.

Þá gerði Sigmundur Davíð Gísla upp skoðanir, bað hann um að róa sig niður þegar hann var í raun pollrólegur og fór með alls kyns fabúleringar um íslenska fjölmiðla.

„Ég vil ekki drepa neitt nema svertingja og gyðinga“

Það sló þögn á áhorfendur þegar Erpur Eyvindarson, þá þekktur sem Johnny National, tók viðtal við ferðafrömuðinn og reðurgjafann Pál Arason í þættinum Íslenskri kjötsúpu sem sýndur var á Skjá Einum.

„Ég vil ekki drepa neitt nema svertingja og gyðinga,“ sagði Páll. Þegar Erpur spurði hann hvort svarti maðurinn kæmi einhvern tímann í heimsókn til Páls kom sá síðarnefndi af fjöllum og upplýsti jafnvel aðeins of mikið.

„Nei, ég hef ekkert umgengist negra síðan ég var með mellunum í París.“

Svo fór að Páli þótti nóg um málfar Erps og gekk út úr viðtalinu. Páll lést árið 2011 og var þá búinn að ánefna Hinu íslenska reðasafni lim sinn.

„Hunskastu út af þarna drengvitleysingur!“

Það er margt hægt að segja um fyrrverandi knattspyrnukappann Guðmund Benediktsson, eða Gumma Ben, en leiðinlegur leikjalýsandi er hann ekki. Raunar hefur hann öðlast heimsfrægð fyrir tilþrif sín. Ein af hans gullnu stundum er þegar hann lýsti leik Manchester City og Queens Park Rangers í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar árið 2012. Joey Barton var sendur í sturtu og gat Gummi ekki falið ánægju sína.

„Hann er vitleysingur! Fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það,“ sagði hann í beinni útsendingu og hélt áfram. „Hann er gjörsamlega trylltur þessi vitleysingur! Það á að henda þessum manni í fangelsi!“

Og áfram hélt Gummi Ben:

„Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum! Hunskastu út af þarna drengvitleysingur! Ég veit ekki hvað er að þessu dýri!“

Adolf Ingi kjaftstopp

Það dró til tíðinda þegar Adolf Ingi Erlingsson, þáverandi íþróttafréttamaður, varð algjörlega kjaftstopp þegar hann tók viðtal við íshokkíkappann Aron Leví Beck, sem nú er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Svo mörg voru þau orð:

Smíðar líkkistur og dansar diskódans

Það þarf vart að fjölyrða um viðtalið við Kidda Vídjóflugu sem birtist í Dagsljósi á RÚV fyrir margt löngu. Kíkt var í heimsókn til Kidda, fylgst með honum að smíða líkkistur og upptökur af danshæfileikum sýndar með.

Falleg heimild um áhugaverða manneskju.

„Ég fer ekkert að láta kveikja í mér í dag“

Guðmundur Árnason, þá íbúi við Grettisgötu 62 í Reykjavík, varð landsþekktur árið 2014 þegar hann stökk út um glugga á íbúð sinni á annarri hæð þegar kviknaði í. Var það bæði dirfska Guðmundar sem vakti athygli, sem og viðtal við hann sem birtist á Vísi í kjölfarið.

„Ég vaknaði bara við eitthvað reykský og brothljóð. Ég vakti strákana, sagði að það væri kviknað í og ég stökk bara út um gluggann,“ sagði Guðmundur við fréttamann. Hann var einfaldlega staðráðinn í að lifa af brunann.

„Ég fer ekkert að láta kveikja í mér í dag, engan veginn.“

Stressaða veðurfréttakonan

Það er ómögulegt að telja upp eftirminnileg atvik í íslenskri sjónvarpssögu án þess að rifja upp veðurfréttir Stöðvar 2 þegar Elín Björk Jónasdóttir náði ómögulega að hemja taugarnar.

Hvernig líður þér Villi?

Að sama skapi má aldrei sleppa þessu eftirminnilega atviki úr Bandinu hans Bubba, sem rapparinn Emmsjé Gauti hefur meira að segja gert ódauðlegt í rapptexta:

„Eigum við að ræða um leikinn eða um fortíðina?“

Það er eiginlega óþægilegt að horfa á viðtal við Willum Þór Þórsson sem tekið var árið 2010 fyrir fótbolta.net. Willum var þá þjálfari Keflavíkur og var liðið hans nýbúið að tapa fyrir KR. Willum er vægast sagt ekki í góðu skapi og tekur íþróttafréttamanninn gjörsamlega á taugum.

Heppinn að eiga enga vini

Þegar þessi gaur var spurður út í jólagjafir kom hann til dyranna eins og hann var klæddur:

„Ég er svo heppinn að eiga enga vini og enginn í fjölskyldunni þolir mig, þar af leiðandi fæ ég engar jólagjafir og slepp þess vegna við að gefa jólagjafir sjálfur.“

Fullur Freysi

Það má einnig aldrei gleyma því þegar útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson lét plata sig út í að mæta í Kastljós, drekka sig fullan og prófa ökuhermi.

Hér má sjá hvernig Andri fer frá því að vera alsgáður og í toppstandi í að dúndra niður hreindýr og keyra yfir á rauðu ljósi:

https://www.youtube.com/watch?v=pSuBAPX7LmY

Og hér má svo sjá viðtal við Andra eftir aksturinn, sem er alls ekkert síðra:

https://www.youtube.com/watch?v=FQV-SCQHorY

„Ég stjórna hér“

Ólafur F. Magnússon, þáverandi borgarstjóri, var ekki hrifinn af sífelldum spurningum Helga Seljans um brottrekstur Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur og tvö hús á Laugaveginum. Svo fór að Ólafur fékk einfaldlega nóg og rauk út.

Jólamavurinn kemur í kvöld

Munið þið eftir því þegar Geir Ólafs mætti á ÍNN og söng jólalag á færeysku?

Ding dong

Chalaem Daengmani vakti mikla athygli í kvöldfréttum RÚV um miðjan janúar árið 2009 þegar hún lýsti íkveikju í húsi við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.

Ingvi Hrafn nötrar

Svo er það þegar jarðskjálfti reið yfir í beinni útsendingu hjá Ingva Hrafni á Hrafnaþingi. Það var svolítið fyndið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“