Fókus

Ástralskir slökkviliðsmenn pósa með dýrum fyrir góðgerðardagatal – Myndir sem gætu kveikt elda í hjörtum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 11:00

Dagatal ástralskra slökkviliðsmanna hefur verið gefið út síðan 1993, og á hverju ári rennur ágóðinn af sölu þess til verðugs málefnis, líkt og til Barnaspítala.

Myndatökum fyrir dagatalið 2019 er lokið og líkt og ávallt gleðja myndirnar hug og hjörtu. Í fyrra vöktu myndir af þeim með ketti og kettlinga mikil viðbrögð og deilingar á samfélagsmiðlum og töldu þeir því rétt að hafa sérstakt Katta dagatal í ár. Reyndar eru dagatölin fimm í ár: Slökkviliðsmenn með dýrum, hundum, köttum og heitir slökkviliðsmenn útgáta 1 og 2 (við þökkum kærlega fyrir!).

Í ár rennur ágóðinn af sölu dagatalanna til Australia Zoo Wildlife dýraspítalans.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Tvískinnung – „Magnað sjónarspil á köflum“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Tvískinnung – „Magnað sjónarspil á köflum“
Fókus
Í gær

Ragga nagli – „Suma daga er ferskleikinn á við þriggja daga gamla óundna borðtusku“

Ragga nagli – „Suma daga er ferskleikinn á við þriggja daga gamla óundna borðtusku“