Fókus

Hafþór og Kelsey opinbera hjónabandið – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. október 2018 20:53

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú birt brúðkaupsmynd af sér með Kelsey Morgan Henson. DV greindi frá því í september að þau hefðu gengið í það heilaga, nú er það orðið opinbert á Instagram.

Sjá einnig: Hafþór gifti sig og fór í milljóna króna hárígræðslu

Hafþór Júlíus hefur staðið af sér ýmsa storma, bæði í kraftakeppnum og einkalífinu. Hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í baráttu um titilinn Heimsins sterkasti maður í vor, en áður hafði fyrrverandi sambýliskona hans ásakað hann um heimilisofbeldi. Vísaði Fjallið þeim ásökunum hins vegar alfarið á bug.

„Það er með mikilli ánægju að ég get nú kallað Kelsey Morgan Henson eiginkonu mína,“ segir Hafþór Júlíus á Instagram. „Ég fæ að halda á þessari fallegu konu í gegnum súrt og sætt það sem eftir er ævi okkar! Ég er svo spenntur fyrir öllum ævintýrunum okkar sem við tæklum í sameiningu.“

Líkt og DV greindi frá í september ríkti leynd yfir ráðahagnum, munu hjónin hafa undirritað samning, sem meðal annars innihélt ákvæði um ásakanir og varnir gegn þeim.

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Ragnar harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna – „Góð tilfinning að bjarga mannslífum“

Guðmundur Ragnar harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna – „Góð tilfinning að bjarga mannslífum“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

DV Tónlist á föstudaginn : CYBER

DV Tónlist á föstudaginn : CYBER
Fókus
Í gær

Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi

Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi
Fókus
Í gær

Fjöldi fólks tapaði peningum vegna falsfréttar um Rúnar Frey – „Það var alveg glatað“

Fjöldi fólks tapaði peningum vegna falsfréttar um Rúnar Frey – „Það var alveg glatað“