fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Menningarverðlaun DV 2017: Tilnefningar í tónlist

Fókus
Þriðjudaginn 2. október 2018 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2017 verða afhent við hátíðlega athöfn föstudaginn 5. október klukkan 16:30 í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum DV að Suðurlandsbraut 14 sem eru fyrir ofan Íslandsbanka. Í ár verða veitt verðlaun í sjö flokkum; kvikmyndum, leiklist, tónlist, bókmenntum, fræðum og stafrænni miðlun auk þess sem veitt eru sérstök heiðursverðlaun.

Þá verða lesendaverðlaun dv.is veitt en þar munu lesendur dv.is fá tækifæri til þess að kjósa það verk, listamann eða höfund sem þeim líst best á. Þriðjudaginn 2. október hefst netkosning á dv.is sem stendur til hádegis 5. október. Sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is.

Hér má sjá tilnefningarnar og skipan dómnefndar í tónlist.

Hatari – Neysluvara

Hljómsveitin Hatari vakti mikla athygli á árinu 2017. Þykir tónlistin ögrandi og metnaðarfull en í Popplandi er tónlistinni lýst sem pönkuðu heimsendapoppi. Þá þykir sveitin minna jafnvel meira á magnað margmiðlunarverk en eiginlega hljómsveit. Hatari nældi sér í nokkrar skrautfjaðrir á árinu 2017 en sveitin var meðal annars valin besta tónleikahljómsveit ársins af tímaritinu The Reykjavík Grapevine. Textarnir eru beittir og fullir af ádeilu. Á Rás 2 var haft eftir meðlimum sveitarinnar: „Við sjáum hversdagsleikann sem svikamillu og Hatari varð til til að afhjúpa hana.“

Hatara skipa Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson

CYBER – Horror

Hljómsveitina Cyber skipa þær Salka Valsdóttir, Þura Stína og Jóhanna Rakel. Með plötu sinni Horrar kemur hljómsveitin með ferskan blæ inn í rappsenu landsins en platan innheldur einstaklega vandaðan og tilraunakenndan hljóðheim ásamt beittum textasmíðum. Einstaklega grípandi plata í alla staði og fersk innspýting inn í tónlistar- og rappsenu landsins.

KILO – White boy of the year

Tónlistarmaðurinn, rapparinn og Keflvíkingurinn Kilo er rísandi stjarna í íslenskri tónlist og rappheimi landsins. Plata hans og jafnframt fyrsta hljóðversplata, White boy of the year, sannar það og sýnir með vel heppnuðum og grípandi textasmíðum ásamt framúrskarandi taktsmíðum en plötuna vann Kilo í samvinnu við BLKPRTY.

Sigurjón Kjartansson

HAM – Söngvar um helvíti mannanna

HAM er ein merkasta rokkhljómsveit Íslands og þau ár sem hún gefur út breiðskífur fullar af nýju efni eru einfaldlega betri ár en önnur. Þessi tíu laga breiðskífa er unnin í samvinnu við upptökustjórann Arnar Guðjónsson, sem einnig hefur unnið með ekki ómerkari tónlistarmönnum og Leaves, Kaleo og Árstíðum, og hljómurinn er gjörsamlega skotheldur. Söngvar um helvíti mannanna er nútíma sinfónia skrifuð og flutt af rokksveit þar sem gítarar og bassar spinna dimman og drungalegan, en á sama tíma ægifagran, rokkvef sem erfitt verður að toppa.

Emiliana Torrini ásamt belgísku hljómsveitinni The Colorist Orchestra í Þjóðleikhúsinu á Airwaves í nóvember 2017

Það var mikil upplifun að fá að njóta þessa merkilega viðburðar í glæsilegum húsakynnum Þjóðleikhússins á Airwaves, en belgíska sveitin The Colorist Orchestra æfði upp og flutti úrval bestu laga Emilíönnu ásamt henni sjálfri. Í sveitinni eru átta hljóðfæraleikarar sem leika á klassísk hljóðfæri í bland við alls kyns óvenjuleg slagverks- og ásláttarhljóðfæri og hljóðheimurinn er vægast sagt einstakur. Lög Emilíönnu hljómuðu ævintýralega og troðfullur salur Þjóðleikhússins ætlaði að rifna af fagnaðarlátum að tónleikum loknum.

Í dómnefndinni voru: Stefán Magnússon, Guðni Einarsson og Heiða Eiríksdóttir.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fókus
Í gær

Þetta sögðu Íslendingar um atriðin í Söngvakeppninni: „Áfram Latibær á djöflasýru“ – „Ég er farinn á kvíðalyf“

Þetta sögðu Íslendingar um atriðin í Söngvakeppninni: „Áfram Latibær á djöflasýru“ – „Ég er farinn á kvíðalyf“
Fókus
Í gær

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“