fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fókus

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 11:30

Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, bendir í nýjustu færslu sinni á Facebook á hversu fáránleg tilboð íslensku flugfélaga eru oft á tíðum. Spyr hann af hverju íslenskir neytendur samþykkja svona hegðun. Biggi vill að flugfélögin komi hreint fram og auglýsi hvað hlutirnir kosta í raun og veru.

„ATH!
Nýju Nike skórnir eru loksins komnir og á alveg hreint ótrúlegu tilboði. Aðeins 1990kr!!* Fyrstir koma fyrstir fá.
*Hægri skórinn. Án skóreima og innleggs. Gildir aðeins ef keyptir eru báðir skórnir og borgað er með netgíró.
————————————–
Þessi auglýsing væri gjörsamlega fáránleg, það sjá það allir. Af hverju í ósköpunum er þá í lagi að auglýsa flugfargjöld á þennan hátt? Þú færð aðra leiðina á spott prís en getur samt ekki keypt hana á þessu verði nema þú kaupir miða til baka á miklu hærra verði. Þú kaupir vinstri skóinn á 16.990 og þá máttu kaupa þann hægri á 1990! Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun? Hvernig væri að koma bara hreint fram og segja okkur hvað auglýst vara kostar í raun og veru? Þetta er bara kjánalegt.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi slær (aftur) í gegn í norskum auglýsingum

Guðmundur Ingi slær (aftur) í gegn í norskum auglýsingum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lumar þú á handriti að barnabók? Handritaskil fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin standa nú yfir

Lumar þú á handriti að barnabók? Handritaskil fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin standa nú yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Cardi B og City Girls gefa út myndband við Twerk og það er gjörsamlega truflað!

Cardi B og City Girls gefa út myndband við Twerk og það er gjörsamlega truflað!
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch