Fókus

Einar Bárðar með valkvíða – Leitar ráða á Facebook

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 14:00

Athafnamaðurinn Einar Bárðarson hefur komið víða við á löngum ferli, og ein hlið Einars er lagahöfundurinn.

Þann 16. nóvember næstkomandi fagnar Einar tímamótum með 20 ára höfundar afmælistónleikum í Bæjarbíói. Um er að ræða sögustund og sing-along með smellum Einars.

Einar hyggst syngja einhver af lögunum sjálfur, en segir að megnið af þeim verði flutt af betri söngvurum en honum. Á efnisskránni eru nokkur af þekktustu lögum hans sem öll hafa verið flutt af landsþekktum listamönnum.

En samkvæmt Facebook-færslu Einars er hann með pínu valkvíða og leitar því á náðir netverja um hvaða lög hann eigi að syngja.

Hvaða lag á ég að syngja ?

Föstudagskvöldið 16. nóvember næstkomandi ætla ég að vera upp á sviði í Bæjarbíó ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Á efnisskránni eru nokkur af þekktustu lögunum mínum sem öll hafa verið flutt af landsþekktum listamönnum. Ég ætla að syngja eitthvað af þeim sjálfur en megnið verður flutt af betri söngvurum en mér. En til gamans þá væri ég til í að heyra hvaða lög þið mynduð vilja fá að heyra mig syngja sjálfan.

Til upprifjunar þá er lagasafnið mitt hérna á Spotify endilega hlustaðu og komdu með góða tillögu.

Hér má hlýða á lagasafn hans á Spotify.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Ragnar harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna – „Góð tilfinning að bjarga mannslífum“

Guðmundur Ragnar harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna – „Góð tilfinning að bjarga mannslífum“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

DV Tónlist á föstudaginn : CYBER

DV Tónlist á föstudaginn : CYBER
Fókus
Í gær

Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi

Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi
Fókus
Í gær

Fjöldi fólks tapaði peningum vegna falsfréttar um Rúnar Frey – „Það var alveg glatað“

Fjöldi fólks tapaði peningum vegna falsfréttar um Rúnar Frey – „Það var alveg glatað“