Fókus

Arnar Snæberg með sturlaða hugmynd – Vill slá heimsmet í Breiðholti: „Karlinn gæti jafnvel einnig gefið frá sér einhver fögur hljóð“

Fókus
Fimmtudaginn 18. október 2018 15:00

Það eru sennilega engar ýkjur að hugmynd Arnars Snæbergs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg, á vefnum Betri Reykjavík sé með þeim sturluðustu sem þar hafa verið kynntar. Arnar vill reisa, helst í Bökkunum, stærsta sprellikall í heimi.

Ekki nóg með það heldur á sprellikallinn að vera tölvutengdur þannig að hægt sé að senda SMS til að láta hann sprella. „Stærsta – og jafnvel eina – snjallsprellikarli heims verði komið fyrir á hentugu grænu svæði í Breiðholti, helst í Bökkunum. Settur verði upp 10–12 metra hár staur og sprellikarlinn festur tryggilega efst á hann. Í stað þess að fólk togi í spotta til að láta karlinn sprella verður hann forritaður þannig að fólk getur sent sms eða hringt í sérstakt símanúmer sprellikarlsins sem veifar þá höndum og fótum í einskærri gleði við mikla ánægju viðstaddra. Karlinn gæti jafnvel einnig gefið frá sér einhver fögur hljóð í stöku tilfellum, sungið lítið lag eða kveðið rímur um Breiðholtið,“ segir í lýsingu hugmyndarinnar.

Arnar segir ágóðinn af þessu gæti svo farið til góðgerðamála. „Ágóðinn af símhringingum myndi renna til góðgerðarmáls sem yrði valið sérstaklega í upphafi sumars (líklega þolir hann ekki vetrarríkið í efri byggðum). Síðan mætti skipta sprellikarlinum út og setja upp sprellikonu og jafnvel sprellidýr. Þannig yrði fjölbreytni og jafnrétti tryggt, enda fylgir öllu sprelli nokkur alvara,“ segir Arnar.

Sprellikallinn myndi gnæfa yfir Breiðholtið.

Hann segir svo að sprellikall af þessari stærðargráðu sé óþekktur þó víða væri leitað. „Eftir talsverða rannsóknarvinnu sýnist mér að snjallsprellikarl af þessu tagi verði algjört einsdæmi á heimsvísu. Þetta yrði fyrsta risasprellikarlinn til almenningsnota, líklega sá stærsti í heimi og pottþétt sá eini sem hefði það hlutverk að afla fjár til góðgerðarmála. Fyrirbærið væri því einstakt á heimsvísu, skemmtilegt, gott aðdráttarafl og öflug markaðssetning á Breiðholtinu – fyrir utan að vera frábært innlegg í snjallborgina Reykjavík,“ segir Arnar.

Eins og er hafa 19 manns lýst yfir stuðningi við hugmyndina meðan 18 manns eru henni mótfallin. Ein kona skýrir í stuttu máli hví hún er mótfallin sprellikallinum: „Dýrt í framkvæmd“.

Íbúar í Breiðholti geta sagt sína skoðun og hugmynd Arnars hér.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Ragnar harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna – „Góð tilfinning að bjarga mannslífum“

Guðmundur Ragnar harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna – „Góð tilfinning að bjarga mannslífum“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

DV Tónlist á föstudaginn : CYBER

DV Tónlist á föstudaginn : CYBER
Fókus
Í gær

Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi

Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi
Fókus
Í gær

Fjöldi fólks tapaði peningum vegna falsfréttar um Rúnar Frey – „Það var alveg glatað“

Fjöldi fólks tapaði peningum vegna falsfréttar um Rúnar Frey – „Það var alveg glatað“