fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Fókus

Svartidauði gefur út Revelations of the Red Sword

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 12:30

Þann 3. desember kemur út önnur breiðskífa Svartadauða, Revelations of the Red Sword, beggja megin Atlantshafsins á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Ván Records.

Revelations of the Red Sword kemur út nákvæmlega sex árum, upp á dag, eftir útgáfu fyrstu breiðskífu Svartadauða, Flesh Cathedral, sem ruddi brautina fyrir Íslensku svartmálmssenuna á heimsvísu.

Revelations of the Red Sword inniheldur sex lög með samanlagðan spilunartíma upp á 47:34 mínútur.

Titill plötunar, Revelations of the Red Sword, vísar til geisla rísandi- og hnígandi sólar og rammar þar verkið inn í logandi sólarvindum.

Upptökur fóru fram í Studio Emissary undir stjórn Stephen Lockhart, sem sá auk þess um alla hljóðblöndun á plötunni. Öll myndlist á plötunni var gerð sérstaklega af slóvaska listamanninum David Glomba fyrir þessa útgáfu.

Svartidauði hefur löngum verið titlaður sem konungur íslensks svartmálms en Svartadauða gæti ekki verið meira sama og vill frekar bjóða þér með í djöfullegt martraðartripp til handanvíddarinar.
Síðan Svartidauði gaf út sína fyrstu breiðskífu, Flesh Cathedral, þann 3. desember 2012, hefur bandið verið á fleygiferð út um alla Evrópu, bæði á tónlistarhátíðum og tónleikaferðalögum. Flesh Cathedral fékk vægast sagt frábærar viðtökur og endaði á árslistum fjölda tímarita þrátt fyrir að hafa komið út aðeins korteri fyrir áramót. Árið 2014 gaf Svartidauði út tveggja laga þröngskífuna Synthesis of Whore and Beast, sjötommuna Hideous Shilouettes of Lynched Gods árið 2016 og svo Untitled sjötommu ári seinna.

Sturla Viðar Jakobsson – söngur/bassi
Þórir Garðarsson – gítar
Magnús Skúlason – trommur

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun
Fókus
Í gær

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!
Fókus
Í gær

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Í gær

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvífarar og grínistar

Tvífarar og grínistar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk