Fókus

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 10:00

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

„Ég var umvafin kærleika og jákvæðni og það hjálpaði mér mikið í öllu þessu ferli. Öllum var auðvitað mjög brugðið að fá þessar fréttir en ég var strax ákveðin í að sigrast á krabbameininu. Mikilvægast er að eiga fjölskyldu og vini sem eru jákvæðir og hjálpa til í veikindunum. Ég er heppin, bæði fjölskylda og vinir stóðu eins og klettar við hlið mér í baráttunni við krabbameinið,“ segir Petrína Sigurðardóttir sem greindist með brjóstakrabbamein 2015. Hún var þá búin að finna fyrir hnút í nokkur ár. Petrína fór í brjóstnám og svo lyfjameðferð. Uppbyggingarferlið á brjóstinu er enn í gangi.

Petrína er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Petrína hvetur stelpur og konur til að taka þátt í krabbameinsleit, fara í skoðun og vera jákvæðar ef þær greinast. Fyrir fjölskyldu og vini mælir hún með að vera ekki hrædd að tala við þann sem greinist, því hann þarf á stuðningnum að halda. „Oft getur verið erfitt fyrir fjölskyldu og vini að taka skrefið að heimsækja þann sem er veikur. En það skiptir miklu máli fyrir hinn veika að finna stuðninginn.“

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Petrínu í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Tónlistarmaður mánaðarins María Agnesardóttir – Söng lag Beyoncé í minningarmyndbandi

Tónlistarmaður mánaðarins María Agnesardóttir – Söng lag Beyoncé í minningarmyndbandi
Fókus
Í gær

Guðni viðurkennir að hafa gengið of langt

Guðni viðurkennir að hafa gengið of langt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?