Fókus

Meira að segja eiginkonan má ekki vita hvernig Game of Thrones endar

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 15:00

Kit Harington og Rose Leslie. Mynd/Getty

Sjónvarpsáhofendur um allan heim bíða nú í ofvæni eftir lokaseríunni af Krúnuleikunum, eða Game of Thrones. Síðustu þættirnir verða frumsýndir næsta vor.

Kit Harington, sem leikur Jon Snow, hefur ekki einu sinni sagt eiginkonu sinni hvernig þættirnir enda en hún sjálf lék eitt sinn í þáttunum. Rose Leslie, eiginkona Harington, lék Ygritte í þáttunum á sínum tíma.

„Ég ákvað að segja henni ekki,“ segir Harington í viðtali við Esquire. „Í þessu tilviki, þá hugsaði ég með mér að ég ætti ekki að segja neinum.“

Harington segir að honum þyki nokkuð gaman að vita eitthvað sem enginn annar má vita. „Ég geng bara um og veit að enginn annar veit.“ Eiginkonan er líka spennt og spyr hann reglulega hvort þetta eða hitt muni gerast. „Hún er ekki búin að giska rétt, ennþá.“

Ari Brynjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Tónlistarmaður mánaðarins María Agnesardóttir – Söng lag Beyoncé í minningarmyndbandi

Tónlistarmaður mánaðarins María Agnesardóttir – Söng lag Beyoncé í minningarmyndbandi
Fókus
Í gær

Guðni viðurkennir að hafa gengið of langt

Guðni viðurkennir að hafa gengið of langt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?