Fókus

Elsa hannar jólafrímerkin í ár – Gefa frá sér piparkökuilm

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 17:30

Elsa Nielsen grafískur hönnuður og myndlistarmaður hannar íslensku jólafrímerkin í ár. Elsa var Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016, en hún er meðal okkar fremstu hönnuða í dag.

„Mér fannst sjúklega töff þegar íslensku jólafrímerkin prýddu verk eftir frænda minn, Alfreð Flóka Nielsen, árið 1984. Draumurinn var alltaf að fá að teikna og hanna jólamerkin – og núna, aðeins nokkrum árum seinna fékk ég heiðurinn,“ segir Elsa á Facebook-síðu sinni.

Jólafrímerkin í ár eru sérstök að því leyti að þau gefa frá sér piparkökuilm.

Útgáfudagur frímerkjanna er 1. nóvember og hægt að panta fyrstadagsumslag á frimerki.is.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Tvískinnung – „Magnað sjónarspil á köflum“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Tvískinnung – „Magnað sjónarspil á köflum“
Fókus
Í gær

Ragga nagli – „Suma daga er ferskleikinn á við þriggja daga gamla óundna borðtusku“

Ragga nagli – „Suma daga er ferskleikinn á við þriggja daga gamla óundna borðtusku“