fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fókus

Meghan og Harry eiga von á sínu fyrsta barni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogahjónin af Sussex eiga von á sínu fyrsta barni næsta vor, segir í tilkynningu frá Kensingtonhöll. Elísabet drottning og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar eru sögð himinlifandi yfir þessum fréttum, en barnið verður það sjöunda í röðinni að erfðaröðinni að krúnunni.

Verðandi foreldrar eru einnig himinlifandi yfir erfingjanum tilvonandi. „Konunglegu hjónin hafa móttekið góðar kveðjur og stuðning frá fólki um allan heim frá brúðkaupi þeirra í maí og er það þeim gleðiefni að deila þessum fréttum með almenningi.“

Hertogahjónin eru nú stödd í 16 daga opinberri heimsókn um Ástralíu og Nýja-Sjáland.

Talið er að Markle sé gengin 12 vikur.

Móðir hennar, Doria Ragland, er einnig himinlifandi yfir að eiga von á sínu fyrsta barnabarni. Þegar spurt var eftir viðbrögðum föður Markle, neitaði talsmaður hallarinnar að tjá sig. Líkur eru því á að hann heyri fréttirnar á sama tíma og almenningur, en hann og Markle talast ekki við.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Afi allra Íslendinga – Hvert var þitt uppáhalds barnaefni?

Afi allra Íslendinga – Hvert var þitt uppáhalds barnaefni?
Fókus
Í gær

Gjafapokinn á Óskarnum afhjúpaður: Allar stjörnurnar fá ferð til Íslands

Gjafapokinn á Óskarnum afhjúpaður: Allar stjörnurnar fá ferð til Íslands
Fókus
Í gær

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“
Fókus
Í gær

Alda Karen gengin út

Alda Karen gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deila vandræðalegum sögum þegar fólk skildi íslensku í útlöndum: Sjóari gat ekki beðið eftir að veita munnmök í Taílandi

Deila vandræðalegum sögum þegar fólk skildi íslensku í útlöndum: Sjóari gat ekki beðið eftir að veita munnmök í Taílandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn í Plain Vanilla eignast dreng: „Rós Kristjánsdóttir stóð sig eins og hetja“

Þorsteinn í Plain Vanilla eignast dreng: „Rós Kristjánsdóttir stóð sig eins og hetja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bára uppljóstrari verður spunameistari – Heldur út í óvissuna

Bára uppljóstrari verður spunameistari – Heldur út í óvissuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin