fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fókus

H&M Home opnar flaggskipsverslun í Smáralind

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 08:30

Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil spenna hefur ríkt fyrir opnun H&M Home á Hafnartorgi. Forsvarsmenn H&M hafa nú tilkynnt að flaggskipsverslun H&M Home á Íslandi, verði opnuð í Smáralind. Ráðgert er að hún opni fyrir jól, nánar tiltekið þann 9.desember segir í tilkynningu frá Smáralind.

Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri  staðfesta opnun þeirra í Smáralind og segja að framkvæmdir við rýmið séu vel á veg komnar. „Verslunin verður staðsett í rými sem telur um 800 fermetra og því ljóst að vörulínan verður afar breið og úrvalið gott. Verslunin verður staðsett á neðri hæð Smáralindar við hlið H&M.

Smáralind hefur gengið vel að fá nýjar og sterkar alþjóðlegar verslanir inn til sín og í nóvember mun New Yorker opna sína stærstu og glæsilegustu verslun hérlendis í nærri 1.100 fermetra rými í Smáralind. Þá opnaði Icewear Magasín glæsilega verslun með breiðu vöruúrvali fyrir tveimur dögum í Smáralind“.

„Á næsta ári munum við svo fá til okkur tvö önnur sterk alþjóðleg vörumerki sem við vitum að munu falla vel í kramið hjá Íslendingum og styrkja Smáralind sem áfangastað. Segja má að opnun þeirra verslana sé lokahnykkurinn í endurskipulagningu Smáralindar sem staðið hefur yfir undanfarin ár,“ segir Sturla.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins